Dáðadrengir

Skínandi sólstafir

féllu himninum frá

Sortaský huldu

heiðhvolfin blá

  

Á grænum grundum

dansaði sólargeisli sá

líkt og skafrenningur

köldum vetrardegi á

 

Þessi þungi þanki

svalan júní morgunn

Þessi kólgu bakki

napran ágúst dag

 

þessi miskunnarlausu örlög

með feigðar fréttum

nístu hjarta ræturnar

 

Þú svo ungur fallinn frá

ert nú kornungum

syni þínum hjá


Bloggfærslur 29. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband