21.1.2025 | 05:59
Stunguskófluslektið komið á kreik
Reykjavíkurborg hefur nú úthlutað lóð undir þjóðarhöll. Herlegheitin meta fjármálséní borgarinnar á rúma 2 milljarða. Borgin heldur þannig eftir vel á annan milljarð, -að teknu tilliti til kostnaðarskiptingar borgar og ríkis. Einhverjum kann sjálfsagt að þykja svona fjármálasnilld í garð fólksins í öllu landinu tær snilld, á meðan öðrum þykir rétt að benda séníunum á að koma þessari Þjóðarhallarlóð þangað sem sólin ekki skín.
Í síðustu viku sást til stunguskófluslektisins við að moka fyrir Fossvogsbrúnni. Hún á að verða upphafsframkvæmd Borgarlínu brjálæðisins. Það kann kannski sumum að þykja undarlegt hvað Borgarlínan á að liggja langt frá Þjóðarhallarlóðinni. Kannski væri rétt af bæjarráði Kópavogs að bjóða lóð undir Þjóðarhöll svo borgarfulltrúar geti tekið strætó eða hjólað heim að dyrum hallarinnar ef hún rís.
Helsti forsvarsmaður Flokks fólksins, -já einmitt sá sem er mest í fjölmiðlum við að framfylgja stefnu flokksins, en ekki sinni eigin greyið svo ekki sé meira sagt, -fór fyrir stunguskófluslektinu í Fossvoginum. Þar sem pjakkaði var í grjóti með stunguskóflunum í nepjunni, öll klædd gulum vestum með gula hjálma á kollinum undir beru himni lengst úti í móum.
Hvað skildi hafa farið úrskeiðis á milli eyrnanna á þessu lið? og hvað næst? -kannski Blóðamerahöllin?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)