Æðruleysi

Þegar ég sendi bæn mína til almættisins, sem nú er í móð að kalla góða strauma út í kosmóið, er það ekki vegna þess að ég eigi einhvern rétt á því að hún rætist, heldur til þess að skerpa sýn mína og gera allt sem í mínu valdi stendur svo það góða megi fá framgang, -og láta svo almættið um úrlausnina.

Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr)


Bloggfærslur 13. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband