19.3.2025 | 06:21
Í leit að ljósi
Rjúkandi ryk
drunga drunur
-augu opnast
engin drauma niður
því þakið logar
og húsið hrynur
Í rústum og ryki
fimir fætur þjóta
meðan veröldina
sprengur brjóta
Í dauðans dansi
og óráðs asa
í myrkri litlir fingur
eftir dyrum fálma
Með angist í augum
og vonar bæn á vörum
um veggjabrotin hrasa
börnin á Gaza
Ljóð | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)