22.3.2025 | 09:48
Sjakalar
Hér glittir í augu úlfsins undan sauðagærunni. Ef einhver meining væri með því að komast eftir því hvernig trúnaðarerindi til forsætisráðuneytisins komst á kreik svo alþjóð veit, þá væri ekki verið að hræra í lukkupottinum, heldur gengið beint til verks.
Það að Ásthildur Lóa skildi sjá ástæðu til að tala við þá manneskju sem sendi þetta erindi gerir hana aðeins að meiri manneskju og þær báðar fyrir að hafa rætt saman. Og þar breytir engu um þó svo að hún hafi lagt lykkju á sína leið heim til Ólafar til að ljúka samræðunum.
En nei, þannig vinna sjakalarnir ekki sem endurreistu þetta "ógeðslega þjóðafélag! eftir "hið svokallaða hrun". Boltinn var gefinn í vikunni sem leið, þegar Ásthildur hafði sagt það sem margir vildu sagt hafa um dómskerfið, -sem nota bene, stóð í því að bera út tugi þúsunda Íslendinga af heimilum sínum eftir "hið svokallaða hrun.".
Já Ásthildur heyktist á og baðst afsökunar á ummælum sínum. En það breytir ekki því að boltinn hafði verið gefinn, -og hún er ekki ráðherra í ríkisstjórn Íslands í dag. Spyrjið heldur kvika lukkupottinn hvernig á því stendur að Ríkissjónvarpið var fyrst með fréttirnar.
![]() |
Ásthildur vildi bætur frá ríkinu eftir eigin mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)