Draugafæla – á hvert heimili

Draugstafur; -rist  þennan staf á hríseik eða rauðgreni og munt þú sjá drauginn. Stafur til varnar galdri og koma fyrir afturgöngur.

Fyrst skal ganga þrjú krossspor og síðan taka loga af brennisteini, sem legið hefur í messuvíni og ediki, blönduðu saman til helminga. Skal rjóða því á iljar sér og hendur. Ef draugurinn er sýnilegur, þá er ekki annað en að marka honum hring afsíðis, þar sem ekki er nálægt mannvegi. Logandi brennisteinninn skal vera í öllum hringnum. Er svo draugnum skipað að halda sig innan hringsins, þar til sá tími kemur, sem tiltekin skal vera. Varast skal að segja neinum frá þessu, því þá er tiltækið ónýtt.

IMG_9332 c

Það má segja að mynd með uppskrift af draugfælu þyrfti að vera til á hverju heimili, svona rétt eins og Drottin blessi heimilið myndir voru í mínu ungdæmi. -Og hvers vegna segi ég það ? ? ? , , ,-til áminningar um sjónvarpið og snjalltæknina sem engin virðist ráða við að setja mörk. 

Skoðun mín á Draugatrú er í raun og veru sú, að það, sem við köllum draug, sé hugarfóstur, kraftur, sem maður skapar með einbeittri hugsun í ákveðnu markmiði. Þessi kraftur geti tekið á sig form, og hægt sé að senda hann á ákveðinn stað og halda honum við með sömu hugsun af öðrum mönnum.

Ég hef oft ekki getað varist þeirri hugsun, hvort það væru ekki draugar, sem að mestu stjórna heiminum. Gæti það átt sér stað að slíkar verur gætu tekið sér bústað í svo nefndum leiðtogum, sem yrðu persónugervingar þessara afla.

Gæti það staðist, að á bak við okkar heitu og köldu styrjaldir stæðu verur, sem við hefðum magnað sjálfir og ætlað öðrum, en líkur sækir líkan heim. 

Það er staðreynd, að við eigum bæði segulþráð og sjónvarp. - Væri það þá fjarri sanni, að hin ósýnilega tilvera ætti í fórum sínum hliðstæð tæki?

Þessa skoðun á draugatrú setti Halldór Pétursson fram upp úr miðri síðustu öld, -fyrir daga íslensks sjónvarps og allrar snjalltækni. Halldór er sennilega eini Íslendingurinn sem hefur skrifað og fengna útgefna, -ævisögu draugs.

 

Heimildir:

Galdraskræða Skugga

Ævisaga Eyjasels Móra


Bloggfærslur 5. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband