Kanarífuglinn í kolanámunni

Man einhver eftir hinu svo kallaða hruni og kanarífuglinum í kolanámunni, -aðdragandanum og eftirköstunum? -Nei, það gerir gullfiskaminnið.

Ef svo væri þá vissi almenningur hvað víxlurunum fyrir vestan gengur til með því að rústa hinum svo kallaða hagvexti með ofurtollum.

Bandaríkin og auðrónarnir þar skulda stjarnfræðilegar upphæðir, eru því sem næst gjaldþrota. En til allrar lukku þá eru skuldirnar í dollurum.

Dollarinn er illa laskaður eftir ævintýri BRICKS landanna sem hófu viðskipti sín á milli í vöruskiptum eða með eigin gjaldmiðlum. Petró dollarinn er ekki á neinum sérstökum stalli lengur, ekki frekar en fatalausi keisarinn.

Það er stundum sagt að hin og þessi lönd séu notuð til að gera tilraunir með hvernig hitt og þetta virkar. Ísrael t.d. þegar kemur að öfga öryggisgæslu á við gettóið á Gaza. -Já einmitt, -álfarnir á Íslandi þegar kemur að öfga fjármálaverkfræði á við verðtryggðu húsnæðislánin. -Og þegar við fengum flatskjáina, -manstu.

En hvað kemur þetta hinu svo kallaða hruni við og kanarífuglinum í kolanámunni?

Í hinu svo kallaða hruni var stóra vandamálið Jöklabréfin, -snjóhengjan, -manstu. Með því að dumpa krónunni setja bankana á hausinn og flytja óvefengjanlegar skuldir óreiðumann yfir á almenning hvarf vandamálið, og kanarí fuglinn í kolanámunni flaug frá Íslandi, -hafði lokið sínu hlutverki á landinu bláa.

Auðvitað voru auðrónarnir búnir að fljúga sínum krónum áður aflands á háa genginu. -Jöklabréfin voru skuldir í íslenskum krónum. -Skuldir Bandaríkjanna eru í dollurum, að mestu í erlendri eigu,  -t.d. ofurtollaða kallsins í Kína.


mbl.is Óvinsældir Trumps aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband