9.4.2025 | 06:06
Geldar gæsir
Það hefur verið unnið markvisst að því s.l. 20-30 ár að brjóta niður hina svokölluðu vísitölu fjölskyldu síðustu aldar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og valkyrjurnar herða róðurinn með afnámi samsköttunar.
Nú stendur til að afnema samvinnu hjóna um verkaskiptingu, einungis vegna þess að þetta lið, -sem einskís aflar, -skilur hana ekki, -hefur aldrei verið í þeim reynsluheimi. Um leið verður fjárhag margra heimila rústað með tilheyrandi upplausn fjölskyldunnar.
Það má ætla sem svo að stjórnsýslan sé orðin það einræktuð, að þar sé engin lengur innanborðs sem hafa mígið i saltan sjó, eða hefur nokkurn snefil af á hverju fólk í þessu landi lifir, -fólkið sem hefur í gegnum tíðina haldið fáviskufabrikkum stjórnsýslunnar gangandi.
![]() |
„Þetta er einfaldlega skattahækkun“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)