1.5.2025 | 05:38
Ęgishjįmur
Fjón žvę ég af mér fjanda minna, rįn og reyši rķkra manna.
Ęgishjįlmur er örugg vörn viš reiši höfšingja eins formįlinn hér aš ofan hermir. Stafurinn hefur mikla virkni.
Ķ Völsunga sögu kemur fram aš ęgishjįlmurinn var ķ fjįrsjóši Fįfnis, -drekans sem Siguršur drap. Fjįrsjóšurinn varš Sigurši Fįfnisbana ekki til gęfu, en meš Sigurši og Svanhildi dóttur hans hefši ętt Völsunga lišiš undir lok, ef ekki vęri fyrir laundóttir Siguršar og Brynhildar, -konunnar sem Siguršur sveik.
Völsunga saga er besta heimildin um ęgishjįlm og hefur sagan veriš nafnabrunnur į Ķslandi ķ gegnum tķšina. Enda er sagt aš Ķslendingar séu flestir komnir śt af Sigurši Fįfnisbana ķ gegnum Įslaugu krįku dóttur Brynhildar og Siguršar.
Aragrśi algengra nafna kemur fram ķ sögunni t.d. Atli, Helgi, Högni, Heimir, Gunnar, Guttormur, Sigmundur, Įslaug, Bera, Brynhildur, Grķmhildur, Gušrśn, Gušnż, Hjördķs, Svanhildur ofl ofl.
Svo mikiš hefur veriš sagt um ęgishjįlm hér į žessari sķšu į undanförnum įrum aš žaš vęri aš bera ķ bakkafullan lękinn aš bęta bęta enn ķ.
-En virka galdrastafir į viš ęgishjįlm nśtķmanum? Jį žaš get ég vottaš, ęgishjįlmur virkar žegar skerpa skal žaš sem skiptir mįli viš aš losna undan fjandskap aušręšisins, -mį samantekt um žaš sjį hér.
Heimildir:
Galdraskręša Skugga
Völsunga saga
Ps. Undanfariš hef ég birt nokkra galdrastafi śr Galdraskręšu Skugga. Žessa stafi teiknaši ég eftir forskrift žeirrar bókar og mįlaši. Kona, sem mį sjįlfsagt segja aš sé fjölfróš, -rįšlagši mér aš mįla ęgishjįlm til aš upplifa virkni hans betur. Žaš gerši ég fyrir 13 įrum sķšan um leiš og ég aflaši mér upplżsinga um stafinn. Sķšar mįlaši ég fleiri galdrastafi og hef ég birt hluta śr žeim mįlverkum meš hverju bloggi um galdrastafi aš undanförnu, -ž.e.a.s. sjįlfan stafinn.
Galdur | Breytt s.d. kl. 05:44 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)