19.7.2025 | 06:01
Ísland á hverfanda hveli (myndablogg)
Ég vil minnast íslensku sauðkindarinnar hér á síðunni, með nokkrum myndum, -og mínútu þögn. Hún hefur alla þessa öld, og jafnvel lengur, haft verra orð á sér en landsins forni fjandi og er nú á hvervanda hveli í landinu bláa. Á hreinni íslensku er varla til verra skammaryrði, en að kenna einhvern við kvikindið, -nema ef vera skyldi þann gula.
Það hefur reyndar í seinni tíð verið eitt helsta feimnismál skaðmenntaðra, að viðurkenna á hverju landinn hefur lifað í þessu landi í gegnum aldirnar, því ekki var bókvitið í askana látið þá frekar nú, þó svo að alltaf hafi verið í móð hjá víxlurunum að millifæra í skjóli íþyngjandi regluverks, -líkt og á stjörnum prýddum asnanum sunnar í álfunni.
Nú er hún kölluð ágangsfé af auðrónum og auðnuleysingjum, einkum þeim sem stunda hamfaraórækt á bújörðum, -eftir að hafa um langa hríð legið undir ámæli fyrir að naga gat á jarðskorpuna af 101 lattelepjandiliðinu. Það hefur verið að renna upp fyrir síðuhafa að íslenska sauðkindin er að verða safngripur í eigin landi, -og allt sem henni tilheyrir.
Vond er lygin í landinu, sem bæði líf og dauði valt og veltur á landsins gæðum, -og er nú svo komið að þeir sem snjallastir eru að panta í skjóli skriffinnskunnar, leggja á og millifæra samkvæmt regluverkinu, -fara alfarið með marvælaöryggi landsamanna.
Á síðustu öld var varla hægt að taka ljósmynd á berangri án þess að þar sæist í sauðfé
Eitt sinn drifkraftur tækniframfara til að nýta landsins gæði
Nú er Snorrabúð stekkur
Landsins-saga | Breytt s.d. kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)