8.7.2025 | 13:45
Strandveiðigjöldin
Þær voru margar flækjurnar í mannlegum samskiptum sem komu upp þegar framsalið á kvóta var gert löglegt. Einu sinni voru bónda og bílstjóra sem keyptu sér trillu í bríaríi til að fiska í soðið yfir sumartímann, og upp í kostnað við kaupin.
Síðar réðu þeir togarasjómann á trilluna, sem vildi vera meira heima en langdvölum að heiman að sumarlagi, til að róa á trillunni til fiskjar á sumrin upp á hlut.
Það kom að því að bílstjórinn vildi komast út úr útgerðinni enda ekkert nema vesenið upp úr henni að hafa. Þá var sjómanninum sem réri á trillunni boðið að kaupa hlut bílstjórans, en hann afþakkaði það því það var lítið annað en aukin kostnaður sem hann þyrfti að taka af hlutnum sínum á trillunni eða togaralaununum á öðrum árstímum.
Þannig að bláfátækur bóndinn, sem sjaldnast fór sjálfur á sjó, sat á endanum uppi með allt heila klabbið. Sjómaðurinn hélt samt áfram að róa hjá honum á trillunni á sumrin sæll og ánægður upp á sinn hlut.
Svo kom framsalið, og á trillunni varð til múltí milljóna kvóti, ekki ef hann var veiddur, -heldur ef hann var seldur.
Bóndinn ákvað að losa sig út úr vandræðunum og selja trilluna með aflaheimildum og var af gárungunum eftir það kallaður arðræninginn.
![]() |
Framsögumaður í stjórn strandveiðiútgerðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)