13.9.2025 | 08:56
Sóun sem engin vill
Það eru fleiri en túristar sem vilja ekki rafmagnsbíla. Sjálfsagt kæmu verri niðurstöður í ljós ef bílaeign Íslendinga væri skoðuð af einhverju viti.
Efast má um að 3 af hverjum 10.000 íslendingum, sem eiga rafmagnsbíl, eigi bara rafmagnsbíl. Það hlutafall er sennilega mun lægra.
Þeir landsmenn, sem á annað borð eiga rafmagnsbíl, eiga flestir rafmagnsbíl samhliða eldsneytisbíl, -einum eða fleirum.
Aðalástæðan fyrir rafbílaeign landsmanna er sú að ríkið hefur lagt kapp á skattalegar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla, -og lágt raforkuverð, -sem nú fer ört hækkandi, -að sögn vegna orkuskorts.
Rafmagnsbílum er því einungis komið út með aukinni sóun, sem fylgir stærri bílaflota í landinu, því engin keyrir nema einn bíl í einu. Og ef valið stendur einungis á milli rafmagnsbíls og eldsneytisbíls þá verður valið augljóst.
![]() |
Ferðamenn vilja ekki rafmagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)