Drónafréttir og stríðsæsingar

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að við lifum á viðsjárverðum tímum. Svo eldfimt er ástandið að dómsmálaráðherra hefur í hyggju að takmarka aðgengi almennings að reiðufé til að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðingarvopna, peningaþvætti og hryðjuverkastafsemi.

Nú í vikunni hefur farið hæðst í fréttum að yfirvöld víða um norðurlönd hafi orðið vör við ógnvænlega drónasvermi á lofti. Jafnvel tekið sértaklega eftir þeim í myrkri, ljósanna vegna. Stórum flugvöllunum hefur þurft að lokað hjá frændum vorum, öryggisins vegna, má þar m.a. nefna Kastrup og Gardemóen, -já og Álaborg ítrekað.

Getum hefur verið að því leitt að þessum drónasvermum sé flogið frá skuggflota rússa sem sagður er svamla svo til stefnulaust um Eystrasaltið. Skuggaflota, sem fyrst gat sér frægðar fyrir að sprengja upp gasleiðslu á Eystrasalti, -já einmitt þá sem Rússar áttu sjálfir.

Frændur vorir í Færeyjum voru nokkuð snöggir að kveða niður drónaógnina þegar hún kom upp í höfuðstaðnum Þórshöfn. Þar hafði lögreglan verið að rannsaka drónaflug yfir franskri freigátu og taldi sig hafa komist í heimsfréttirnar með því að hafa mann í myrkum klæðum grunaðan.

Færeyskir fréttamiðlar hringdu þá einfaldlega í þann sem þeir vissu að ætti bæði dróna og svört föt. Kom þá í ljós að áhugaljósmyndari í Þórshöfn hafði flogið yfir hafnarsvæðið til að taka myndir þó svo að hann vildi ekki viðurkenna að hann væri að taka myndir af frönsku freigátunni sérstaklega.

Nú sit ég oft við stofugluggann minn því hvergi er betra útsýni yfir Héraðið nema ef vera skyldi úr kirkjuturninum sem er beint á móti stofuglugganum. Efst á kirkjuturninum loga tvö rauð ljós vegna þess að hann er í aðfluginu að Egilsstaðaflugvelli.

Á hinni húshliðinni er eldhúsglugginn og fyrir utan hann er flugvöllurinn. Ég hef oft tekið eftir drónum á lofti, bæði að degi og nóttu til, -og þá vegna ljósanna, -á aðflugsleiðinni að flugvellinum án þess að hafa komið til hugar að tilkynna lögreglunni það sérstaklega, -enda hef ég ekki haft Rússa grunaða.

Þegar ég hef haft sérstakan áhuga á að vita hverjir stunda þetta dónaflug fyrir utan stofugluggann þá fer ég stundum á facebook og kanna hverjir hafa verið að pósta myndum, -t.d. af kirkjunni. En í þessu tilfelli nágrannlandann væri kannski réttara að velta vöngum yfir hverjum gagnast fréttirnar.

Öll þessi ár sem liðin eru síðan ég fór að taka eftir drónunum hef ég ekki orðið var við eitt orð í fréttum um að þá þurfi að óttast vegna flugs. En nú ber nýrra við, og fraukan Frederiksen búin að lýsa yfir stríði.

Ps. Ég setti HÉR inn færslu frá því fyrr á árinu um hvernig orðsifjarnar eru notaðar til að vekja ótta og æsing.


Bloggfærslur 26. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband