28.1.2010 | 17:58
Er þeim treystandi sem fulltrúm þjóðarinnar?
Vonandi láta Íslenskir stjórnmálamenn af því að lýsa ábyrgð almennings á skuldum gjaldþrota einkabanka í þessum viðræðum. Það er alveg ljóst að málstaður Íslendinga hefur síaukin stuðning meðal þegna allra þjóða þó lítið fari fyrir stuðningi frá stjórnmálamönnum þeirra landa, enda samtvinnaðir gjörspilltu bankakerfi líkt og hér á landi.
Um það vitna fréttir og greinar sem hafa verið að birtast í erlendum blöðum eftir að forsetinn ákvað að láta icesavelögin fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig hafa verið settar á upp undirskrifta síður, sjá hér, þar sem stuðningi er lýst við íslendinga og þeir hvattir til að verjast skuldaánauð með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þegar athugasemdirnar við undirskriftirnar eru skoðaðar þá er það ekki síst það forustu hlutverk sem íslendingar geta haft um að losa almenning við áþján gjörspillts bankakerfis og stjórnmálamanna sem undirskrifendur eru að styðja.
Jafnframt hafa underground útvarpstöðvar verið ötular við að vekja athygli á stöðu íslendinga. Hér má heyra vikulegan þátt, Ástralska þáttargerðamannsins Maxwell Igan á The American Voice í síðustu viku sá þáttur fjallaði meira og minna um Ísland.
http://www.youtube.com/watch?v=5UuAWfqyJlI&feature=player_embedded
Utan til funda vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
rétt Magnús - eins gott að þeir fari varlega
Jón Snæbjörnsson, 28.1.2010 kl. 21:47
ekki treysti eg teim tad er svo lant fra tvi .en mer hlinar um hjartaraeturnar vid ad sja tan studning sem Islendingar fa fra venjulegu folki erlendis
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 23:37
Trú mín á að stjórnmálafígúrur hafi raunverulegar lausnir er nánast engin ef nokkur. Vafasamir hagsmunir alþóðlegra bankstera og auðhringja mega ekki lengur ráða för, framar velferð fjöldans...sem enn og aftur er að vaknar við vondan draum, leiksoppur siðblinds fólks, fólks sem lifir í allt öðrum heimi og lítur á almúgann sem hvert annað húsdýr og fallbyssufóður, ekkert hræðast þau meira en að "múgurinn" verði of fjölmennur til að halda stjórn sinni og völdum og eru öll meðul nægilega vönduð, ef duga til að hafa áfram flesta þræði í hendi og geta arðrænt lýðinn. Ef sú kynslóð sem nú er uppi megnar ekki að velta þessari mergsugu af sér bíður ekki glæsilegt líf afkomendanna um langa hríð. Hver sú þjóð sem er undir seðlabanka er ekki frjáls og mun ekki verða það fyrr en það breytist.
SeeingRed, 29.1.2010 kl. 01:05
Jón,eins gott að þeir fari varlega. Samkvæmt mbl í morgunn virðast þessir forystumenn okkar fyrst og fremst einblína á lægri vexti af icesave lánunum sem lýsir því vað þeir eru komnir langt frá grundvallarayrðinu, sem er hvort það er rréttlætanlegt að almenningur taki ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. En Guð minn góður ef þeir halda að þetta snúist um vextina.
Ég er smeykur um að íslenskir stjórnmálamenn séu svo samtvinnaðir óhroðanum í gjaldþrota bankakerfisins að þeir reyni allt til aðkoma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6.mars.
Magnús Sigurðsson, 29.1.2010 kl. 08:18
Helgi, sama segi ég. Það er virkilega ánægilegt að sjá fleiri þúsund manns skrifa undir áskorun til Íslendinga um að standa gegn skuldaáþjáninni og segja nei í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fólk er það vel meðvitað að það veit hve dýrmætt það er fyrir íbúa heimsins ef einhver þjóð fær að tak fram fyrir hendurnar á spilltum stjórnmálamönnum og neita að bera skuldir bankakerfisins.
Wall street jurnal var með skoðanakönnun fyrir stuttu þar sem spurt var eiga Íslendingar að greiða skuldir gjaldþrota einka banka, 90% svöruðu því neitandi. Það virðast þurfa huglausa stjórnmálamenn til taka slíkt í mál. En eitt get ég sagt þér að áróðurinn hérna á Íslandi hefur brenglað margan manninn. Setningar eins og viðverðum að borga þetta þessu var stolið af saklausumsparifjáreigendum heyrir maður frá fólki sem ekki stolið einni krónu um ævina.
Magnús Sigurðsson, 29.1.2010 kl. 08:29
Seeing Red, þú ert að hitta naglann á höfuðið. Stjórnmálamenn líta á þjóðina sem kjósendur sem þeir þurfa að þóknast rétt fyrir kosningar. Þegar þeir eru komnir til valda eru það banksterarnir sem þeir telja sig sækja sitt umboð til. Þetta hefur orðið deginum ljósara hér á landi þar sem fólk taldi sig vera að kjós ríkisstjórn skjaldborgar og velferðar, en situr uppi með ríkisstjórn gjaldborgar og áþjánar stórkostlegustu skattahækkana Íslandssögunnar, skatta sem renna viðtöðulaust úr landi til fjármálaaflanna en far ekki í að viðhalda hvað þá byggja upp velferðakerfið á Íslandi.
Magnús Sigurðsson, 29.1.2010 kl. 08:36
Magnús - veistu að ég bara þori ekki að hugsa þetta til enda komi þeim heim með einhvern "krakka" samning
Jón Snæbjörnsson, 29.1.2010 kl. 08:43
Jón,það yrði all svakalegt. Ekki lýst mér á leyndina sem hvíldi yfir þessari ferð og ekki lýst mér á að íslenskir stjórnmálamenn liggi vælandi utan í Bretum og Hollendingum um að fá nýjar viðræður. Nær væri að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram, nei í henni gerir stöðu Íslands sterkari.
Þetta mál vekur síaukna athygli heimsins. Á síðunni hans Guðmundar Ásgeirssonar má sjá forsetan í viðtali á CNBC sjónvarpstöðinni. Þar sem hann heldur fram hagsmunum almennings í þessu máli. Mér hugnast betur ef fleiri íslenskir stjórnmálamenn töluðu þessum nótum.
Viðtalið má sjá Hér.
Magnús Sigurðsson, 29.1.2010 kl. 09:50
hvet fólk til að lesa þau skilaboð sem venjulegt fólk frá öllum heimshornum senda íslensku þjóðinni á undirskriftarlistanum sem þú vísar í hér... ef við stöndum í lappirnar og segjum NEI við því að axla ábyrgð á vöxtum og vaxtavöxtum sem okkur ber ekki að gera þá munum við sem þjóð verða öðrum þjóðum það fordæmi sem kallað er eftir um víða veröld. Það er kominn tími á ríkisvæðing einkaskulda hætti.
Birgitta Jónsdóttir, 31.1.2010 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.