17.2.2010 | 17:32
Það er ljóst hvar má spara.
Jóhanna segist vera algerlega mótfallinn handstýringu stjórnmálamanna á fjármálakerfinu í samhengi við kröfu almennings að sömu persónur og leikendur verði ekki aðalnúmerin í viðskiptalífinu og voru fyrir hrun. Þetta eru galin ummæli í ljósi þess að í annað sinn á þessum áratug handstýra stjórnmálamenn fjármálakerfinu í hendur hrunaliðsins nú með 240 milljarða meðgjöf frá skattgreiðendum.
Árið 2003 hældu stjórnmálamenn sér af því að hafa selt ríkisbankana á 12-15 milljarða sem nú hefur komið í ljós að voru ekki greiddir og eru skuld sem bíður afskrifta í þrotabúnum. Fjármálaráðherra hældi sér af því í haust að hafa sparað skattgreiðendum stórfé við endurreisn bankanna, það hafi ekki kostað nema um 240 milljarða í stað áætlaðra 370.
![]() |
Reka þarf ríkið á ódýrari hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.