23.2.2010 | 12:25
Vindhaninn snýst.
Össur er ekki að átta sig á stöðunni þegar hann talar um að samstaða stjórnar og stjórnarandstöðu skipti mestu. Það sem skiptir öllu er hvort stjórnmálamenn ná samhljómi með þjóðinni. Vindhaninn hefur snúist í nokkra hringi frá því snemma í janúar þegar Össur sagði að glugginn til samninga væri opinn fram að helgi, annars færi þjóðaratkvæðagreiðslan fram. Nú er vika orðin langur tími í pólitík og ekkert liggur á að virða leikreglur lýðræðisins. Það eru hagsmunir þjóðarinnar sem skipta máli og þeir felast ekki í að bera ábyrgð á gjaldþrota einkabanka.
Nokkuð góð staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mest hissa að þessi "hani" skuli enn hanga á "fundamentinu"
Jón Snæbjörnsson, 23.2.2010 kl. 13:24
Samþykkjum aldrei neina Icesave samninga. Förum hins vegar eftir samþykktum Evrópusambandsins um að innistæðutryggingasjóðir beri ábyrgðina en ekki heilu þjóðirnar eða þjóðríki. Höfnum öllum samningum. Við almenningur eigum ekki að borga eina einustu krónu í þessu andskotans drasli!
corvus corax, 23.2.2010 kl. 13:35
Haninn mun fara á yfirsnúning til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja álit sitt á hörmungarlögunum sem stjórnarliðið samþykkti til handa almenningi sem nýársgjöf. Þetta lið mun gera allt til að bjarga eigin skinni.
Magnús Sigurðsson, 23.2.2010 kl. 13:36
Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Að halda að það hægt að væla utan í annan úr því að fyrsta vælið tókst ekki er okkur til skammar.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.2.2010 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.