Að vona það besta.

Mikið ofboðslega skil ég áhyggur  forsvarsmanna Avant vel, þegar; "Friðjón (formaður bráðabyrðarstjórnar) segir að "vonir standa til þess að stór hluti starfsmanna verði endurráðinn ef tekst að ná fram nauðasamningi.   En miklu skipti, hvað varðar framtíð Avant, niðurstaða Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Verður málið flutt í Hæstarétti þann 6. september nk. Fjárhagsgrundvöllur Avant ræðst af þeirri niðurstöðu."

Nú verð ég bara að vona fyrir mína og Avants hönd að hæstiréttur standi í lappirnar og dæmi að í lagi sé að taka vexti samkvæmt tilmælum Seðlabankans og FME.  Annars eru störf tuga starfsmanna í uppnámi og ég búin að ofborga bíldrusluna, svo ekki sé talað um allar þær hörmungar sem starfsmenn Avants hafa leitt yfir aðra, kannski að tilefnislausu, það gæti verið þungbært að hafa það á samviskunni í atvinnuleysinu.


mbl.is Öllum sagt upp hjá Avant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Því hefur þegar verið lýst yfir að þeir sem hafa ofgreitt fái ekki endurgreitt:

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/vidskiptaradherra-engin-aform-um-ad-abyrgjast-krofur-theirra-sem-ofgreitt-hafa-af-gengislanum

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.8.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Laxinn

mér gæti ekki verið meira skítsama um þessa arðræningja

Laxinn, 31.8.2010 kl. 12:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þá er bara að vona að tilmæli FME og Seðlabankans haldi Þórdís, annars hafa bæði ég og starfsmenn Avants gert okkur að algerum fíflum, eða hvað?

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 12:24

4 identicon

Hversvegna í ósköpunum ættum við að vilja að þessi tilmæli haldist ?  Hvernig getur það þjónað okkar hagsmunum að greiða okurvexti í stað þeirra vaxta sem okkur var lofað ?

Ég hef nákvæmlega enga samúð með starfsfólki þessara fyrirtækja og réttara sagt myndi ég vilja sækja það til saka.  Þetta sama starfsfólk er eftir því sem ég best veit persónulega ábyrgt fyrir að tilskipa og standa að ólögmætum aðförum og innheimtuaðgerðum og hefur valdið þúsundum heimila óbætanlegu tjóni.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:49

5 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Hvers vegna hefur þú gert þig að fífli Magnús?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.8.2010 kl. 12:57

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum ekki Jóhannes

Sigurður Haraldsson, 31.8.2010 kl. 13:07

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Arnar; ég vorkenni þessu liði ekki neitt hingað til hefur það getað skýlt sér á bak við það að vera í vinnunni við að valda saklausu fólki ómældu tjóni.

Þórdís; fíflagangurinn var að borga, það sem mér datt fyrst í hug var að borga ekki stökkbreytta greiðsluseðla bíða og sjá og berjast, veit um nokkra sem gerðu það, þeir hafa ekki ofborgað.  Ég lenti í því að bíllinn bilaði núna fyrir stuttu ég lét gera við hann fyrir 150.000.   Hver á bílinn sem ég er búinn að láta gera við og ofborga?  Avant?

Sigurður;það er sagt að í Þistilsfirði sé til máltækið "hann Steingrímur er sko enginn Jóhannes" og er þá vísað til þess hvað Jóhannes bróðir Steingríms sé vandaður maður.  Eins og Þórdís bendir á hefur ríkisstjórn "skjaldborgarinnar" svarið af sér alla ábyrgð á Avant, þó svo að hún hafi farið með forræðið mestan þann tíma sem ég og fleiri ofborguðu því fyrirtæki.

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 13:50

8 identicon

Magnús, þú hefur tekið sama pól í hæðina og ég og sleppt því að borga.  En hvers vegna villtu allt í einu fá hærri vexti ofaná lánin, það bjargar engum en kostar okkur mikla peninga og aukna verðbólgu sem kostar okkur aftur ennþá meiri peninga.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:00

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Arnar; þetta er nú hálfgerð öfugmælavísa hjá mér, ég gæti sagst hafa ekki verið sama fíflið ef ég hefði sleppt því að borga í stað þess að sitja uppi með ofborgaðan bíl sem Avant á en ég fæ ekki endurgreitt.  Með FME og Seðlabanka tilmæla-vöxtunum myndi gjaldþrota Avant skulda mér minna.

Það skildi hver maður hugsa sig vel um áður en hann greiðir af lánum þessa dagana því líklega eru flestir útreikningar ólöglegir sé litið til íslenskra laga um fjármálastarfsemi, meir að segja verðtryggðu íbúðalánasjóðsláni eins og Sigurður G Guðjónsson lögmaður leiðir líkum af í opnu bréfi  til Hæsta réttar.

Það hefur sýnt sig "að Steingrímur er sko enginn Jóhannes" hann og velferðastjórnin myndi freka en aðrir landsfeður ekki hika við að skipta um kennitölur á bixinu ef einhverja krónur ættu að renna til þeirra sem hafa ofgreitt samkvæmd Hæstaréttar dómi.

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 15:02

10 identicon

Það getur verið að uppsögn yfirmanna sé í lagi en að almenn starfsmaður sem hefur enganvegin tekið þátt í ákvörðunum sem koma að þessum lánum eigi skilið að missa vinnuna. Það á engum að finnst "gott á fólk" að það missi vinnuna.  

Hildur (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:04

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hildur;  þetta sögðu þeir líka í Auswits eftir að hafa hjálpað til við að festa upp yfirskriftina "Vinnan gerir yður frjálsa" . 

Það á enginn að geta skýlt sér á bak við það að vera í vinnunni þegar farið er illa með fólk.  "Ég bara vinn hérna" sá tími ætti að vera liðinn.

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 16:50

12 identicon

Orð að sönnu í síðustu færslu þinni Magnús.

Ég þekki nú ágætlega konu sem starfar hjá Avant.   Ég ræddi margoft við hana um þessi mál og að lánin væru líklegast ólögleg.  Þessi kona hafði sama aðgang að lagasafni og ég og hefði hún lesið þau opnum huga hefði hún mátt vita að "hugsanlega" væri hún að brjóta lög.

Svör hennar voru hinsvega nei, nei hvaða vitleysa, lögfræðingarnir hjá okkur eru búnir að skoða þetta og þetta er bara vitleysa.

í Bandaríkjunum þar sem lagakerfið er strangt og virkar, þá hefði heilvita manneskja í sömu stöðu sagt við sjálfa sig.  Ég gæti hugsanlega verið að brjóta lög og bakað skaðabótaskyldu.  Og manneskjan myndi því neita að innheimta lánið nema það væri absolutly visst að hún mætti gera það.

Það er alveg klárt mál að starfsmenn bera jafna ábyrgð og stjórnendur.  Ef ég vinn fyrir mann sem biður mig um að drepa viðskiptavin. Þá að sjálfsögðu á ég að vita að það sé lögbrot og neita að gera slíkt.  Sama á við ef vinnuveitandi biður mig um að berja mann, nú eða að rukka menn ólöglega.  Ég væri alltaf ábyrgur fyrir eigin gjörðum.  Og það eru starfsmenn þessara fyrirtækja líka.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:01

13 identicon

En svo ég komi nú aftur að umræðunni.  Ertu þá að vona að lánin verði dæmd með okurvöxtum, til þess að það verði lægri tala sem Avant skuldi þér og meiri líkur á að þeir geti borgað þér til baka ?

Þú ert semsagt tilbúinn að fórna hagsmunum og réttlæti fjöldans fyrir þína eigin ?

Og heldurðu í alvörunni að það verði til einhver króna til að endurgreiða á hvorn vegin sem þetta fer ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:03

14 identicon

Þið minnið mig öll á Sumarliða í kvæði Bjartmars Guðlaugssonar; ,,Ég veit allt, get allt, er miklu hærri tekjur heldur en fúll á móti....".o.s.frv. Öll vitið þið betur en náunginn.

Sverrir Stormsker (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:07

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Arnar;  af fenginni reynslu af íslenskum stjórnvöldum á ég ekki von á að fá neina ofborgaða krónu til baka frá Avant.   En jafnframt er umhugsunar efni hvort allir skuldarar ættu ekki að gera það sama og þú borga ekki því það verður ekki ein króna ofborguð til baka.  Auðvita vona ég að Hæsti réttur "standi í lappirnar" og láti samningsvexti standa en ekki vaxtatilmæli FME og Seðlabanka.  Ef Hæsti réttur dæmir samningsvexti ólöglega til að losa lögbrjóta niður úr eigin snöru, þá segi ég það sama og sagt var 6. október 2008 "Guð blessi Ísland".

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 17:18

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sverrir;  ég veit ekkert ég bara vinn hérna!

Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 17:21

17 identicon

Jæja þá erum við á sömu blaðsíðu, en ég botna engu að síður ekkert í upphaflegu færslunni þinni þá :)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband