16.9.2010 | 17:40
Í verðtryggðu víti.
Hafi einhver efast um að stjórnkerfið hafi verið búið að koma sér saman um niðurstöðu Hæstaréttar þá þarf þess ekki lengur.
Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var eitthvað annað raunhæft?
Púkinn, 16.9.2010 kl. 17:45
Það var margbúið að benda á að lausn gæti falist í að færa gengistryggðlán yfir í íslensk verðtryggð lán og miða við 01.01.2008, setja síðan skorður við verðtrygginguna sem væri í takt við efri verðbólgumarkmið Seðlabankans þ.e. 4%. Þetta hefði gagnast öllum skuldurum og hefði hugsanlega skapað þá sátt sem þarf að verða til að koma þessu þjóðfélagi á sporið. Stjórnvöld neyða skuldara til áframhaldandi málaferla í von um sanngjarna niðurstöðu. Að öðrum kosti blasir við algjör upplausn í íslensku samfélagi.
Magnús Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 17:50
- það er kristaltært að þetta stjórnkerfi er ÚTRUNNIÐ!
Á meðan hagsmunir fólksins eru ekki hafðir að leiðarljósi mun ekkert ganga!
Vilborg Eggertsdóttir, 16.9.2010 kl. 18:07
Og hverjir eru hagsmunir fólksins? Meinarðu "Hagsmunir þess hluta þjóðarinnar sem tók gengisbundin lán" ? Það fara alls ekki saman hagsmunir allra í þessu samhengi.
Púkinn, 16.9.2010 kl. 18:19
Vilborg; sammála þér stjórnkerfið er ekki á vetur setjandi þetta lið þarf að losna við af launaskrá.
Púki; hvaða meinloku ertu haldinn? Heldurðu virkilega að fólk sætti sig við verðtryggt víti frekar en ólögleg gengislán. Það þarf mikla speki til að rökstiðja að svo megi böl bæta með því að benda á annað verra.
Magnús Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.