Djúp heimskreppa eða nýjir tímar.

Þessi greining Jurshevski er athygliverð.  Úr henni má lesa að eitt helsta vandamál peningkerfisins eru allsnægtir og hvernig á að verðleggja þær með öðru en skuldum.

Fram kemur að; "Burðarríki efnahagskerfisins sem var byggt upp eftir síðari heimsstyrjöldina skiptast á að fella gengi gjaldmiðla sinna. Ástæðan er einföld: Ríkin reyna að ná í stærri sneið af minnkandi útflutningsmarkaði með því að stuðla að verðlækkun á útflutningsvörum."

Heimurinn standi frammi fyrir djúpstæðri skuldakreppu, á sama tíma og ríki heims glími við vaxandi ójafnvægi á milli tekna og ríkisskuldbindinga fram í tímann, meðal annars vegna aldurssamsetningar sem sé nútímanum óvilhöll. Vísar hann þar til þess, að stór eftirstríðsárakynslóð muni þurfa aðhlynningu sem kynslóð án mikilla tækifæra í samtímanum þurfi að standa undir.

Niðurstaða hans þegar gengisfellingarnar eru annars vegar er sú að þær vitni um að heimshagkerfið glími við kerfislægt vandamál sem ekki sé hægt að afgreiða sem reglubundna hringrás uppgangs og niðursveiflu."

Í þessu sambandi langar mig til að benda á eftirfarandi mynd sem skýrir þessa stöðu vel og bendir þar að auki á athygliverða lausn. 


mbl.is Stórveldin fella gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll heimskreppa í uppsiglingu það er á hreinu búin að sjá það fyrir! Það sem nú er í gangi er lausafjárkrísa en ekki kreppa!

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Myndin kemur ekki fram.

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Reyndu aftur Sigurður, myndin er vel þess virði að horfa á hana.  Það er með þessa kreppu eins og margar þær fyrri að þær eru ekki vegna skorts.  Í kreppunni 1929 voru vörugeymslur t.d. fullar af mat, allsnægtir á flestum sviðum eins og nú, en það þjónar ekki fjármálakerfinu að fólk lifi frítt. 

Skýringin sem myndin hefur á þessu er góð og kannski er lausnin einfaldari heldur en margir eru tilbúnir til að samþykkja.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband