Lögbundinn þjófnaður.

Það er kominn tími á að verðtryggingarelítan skili þýfinu.  Það var aumkunarvert að sjá Gylfa verkalýðsforingja í kvöldfréttum ruv tala sig í titring yfir því að það væri ekki hægt að ætlast til þess að lífeyrissjóðir gæfu eftir frekar en að bankar borguðu út af sparreikningum kúnnanna.  Þetta ræningjahyski þarf að fara að gera sér grein fyrir að með verðtryggðum neyðarlögum 2008 var farið inn á hvert heimili á Íslandi og það rænt. 

Ef til þessa verðtryggða þjófnaðar hefði ekki komið stæðu forsvarsmenn lífeyrissjóðanna með allt niður um sig í dag.  Íslensku launafólki er gert að láta 12% launa sinna renna til þessara þjófa og það eftir hrun eins og ekkert sé.  Þar að auki allt a 100% eigna sinna eins og staðan er í dag.  Er það von að Gylfi titri þegar minnst er á að einhverju af þýfinu verði skilað. 


mbl.is „Aðför að lífeyrissparnaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þú kallar "þýfi" eru eftirlaunin þín þegar þar að kemur. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón; mér hefur verið gert að greiða 12% tekna minna til lífeyrissjóðs með lögum.  Það vill þannig til að lífeyrissjóðirnir eru tveir sem ég hef greitt í um ævina.  Sá fyrri hét Lífeyrissjóður Austurlands og er ekki til lengur, hann fór flatt á fjárfestingum í Stoke á tíunda áratug síðustu aldar.  Þar fauk lífbyrssparnaður minn og konunnar fram að fertugu.  Seinni lífeyrissjóðurinn heitir Lífeyrissjóður Íslands og er vistaður í Landsbankaum.  Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem þar var með "eftirlaunin" í ávöxtun að hann rýrnaði um 30% við hrunið. 

Þetta sem þú kallar eftirlaun er "þýfi" sem hvorki þér né mér er ætlað að njóta.   

Magnús Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Talaðu við Pétur Blöndal Magnús hann sagði að sjóðirnir væri verðtryggðir í morgun en sennilega er það bara sú upphæð sem að ekki er búið að forkluðra

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.10.2010 kl. 22:36

4 Smámynd: Lárus Baldursson

Eftirlauna greiðslur verða alltaf minni heldur en gefið er upp á yfirliti, hagfræðingar segja að ef launamenn fá allt 100% til baka þá hafi það svo verðbólgu hvetjandi áhrif á hagkerfið, leggjum niður skyldu lífeyrissjóða kerfið og þannig að hver og einn stjórni sjálfur sparnaði sínum.

Lárus Baldursson, 14.10.2010 kl. 22:40

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón;ég er nýbúin að fá yfirlit frá Íslenska lífeyrissjóðnum þar kemur ekkert fram um að ég fái verðbætur á 30% em var stolið af mér, því þannig var það ég var í öruggustu ávöxtuinni LÍF-4 átti að vera ávöxtuð á ríkisskuldabréfum en þeir höfðu vegna "skorts" á ríkisskuldabréfum keypt bréf í Samson og Baugi.  Ég hef ekki fengið yfirlit frá Lífeyrissjóði Austurlands í mörg ár, ekki svo mikið sem afsökunarbréf. Pétur Blöndal er frægastur fyrir "fé án hirðis" það er spurning hversu vel það er verðtryggt í dag.  Ég þekki fólk sem missti húsið vegna þeirra fjármálráðgjafar.

Lárus;  lífeyriskerfið er svo fallit að það á eftir að koma í ljós innan fárra ára að það verður ekkert greitt til baka.  Þess vegna ætti ríkið að sjá sóma sinn í að þjóðnýta sjóðina strax, áður en hrunaliðið tæmir þá gjörsamlega.

Magnús Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 23:12

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús, mér þykir leitt að tilkynna þér að íslenski lífeyrissjóðurinn (ég er sjóðfélagi þar líka) var rændur af Landsbankanum sem hafði umsjón með honum. Ránið fór þannig fram að peningar úr sjóðnum voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum sjálfum, líklega til að losa "vildarvini" bankans við þau, og sú fjárfesting var langt umfram leyfilegt hámarkshlutfall. Þegar bankinn loks hrundi urðu þessi hlutabréf verðlaus sem skýrir að stórum hluta tap sjóðsins að undanförnu.

Ég bíð ennþá eftir að glæpamennirnir sem frömdu ránið verði settir bak við lás og slá. En það er kannski bjartsýni að búast við því...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2010 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband