Er þjófnaður löglegur á Íslandi?

Ef mat Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og dósents við lagadeild HÍ, er rétt um að almenn leiðrétting lána teljist eignarnám, þá hefur þjófnaður verið gerður löglegur á Íslandi.  Þeir sem eru í fjárhagslegri aðstöðu til að spila á gengi gjaldmiðilsins, geta farið inn á hvert heimili og rænt það að vild. 

Það eina sem verið er að biðja um með almennri leiðréttingu skulda er að eignir heimilanna njóti svipaðrar vertryggingar og eignir fjármálaelítunnar.


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

hvað kallarðu það annað en þjófnað þegar ríkið ákveður að reisa hér stóriðjur og virkjanir sem hækka verðbólgu um amk 5% og lækka tekjur fólks?

hvað kallarðu það annað en þjófnað að hækka veðhlutfall fasteigna í 100%?

Það hefur aldrei verið borin virðing fyrir hvorki eignum né tekjum fólks og yfirleitt er meirihluta almennings alveg sama.  Þetta mun aldrei breytast og ef það breytist þá mun það gerast mjög hægt.

Hér er mikill skortur á siðferði.

Lúðvík Júlíusson, 16.10.2010 kl. 09:08

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Júlíus, segir þitt siðferði að það sé í lagi að ræna heimilin, sem lögðu ómælt eigið fé í sítt húsnæði, í gegnum verðtryggingu vegna þeirra atriða sem þú telur upp?

Magnús Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 09:31

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Surningin til þín Júlíus er kannski auðskildari svona;, segir þitt siðferði að það sé í lagi að ræna heimilin í gegnum verðtryggingu, sem lögðu ómælt eigið fé í sitt húsnæði, vegna þeirra atriða sem þú telur upp?

Magnús Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 09:37

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég heiti Lúðvík en ekki Júlíus,

ríkið býr til verðbólguna og því á ríkið að borga.

Ég er sammála því að þetta er ekki í lagi, þess vegna barðist ég gegn verðbólgunni öll árin í góðærinu!

Þess vegna reyndi ég að koma af stað umræðu um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, en það var enginn áhuga fyrir því í þessu landi.  Ég vil meina að það sé hafi verið brot á stjórnarskrá að búa til verðbólgu og rýra eignir og tekjur landsmanna eins og hið opinbera gerði svo gróflega með stóriðjustefnunni og 100% lánunum!

Þess vegna barðist ég gegn 100% lánum, þess vegna barðist ég gegn stóriðjustefnunni, þess vegna barðist ég gegn útþenslu bankanna, þess vegna barðist ég gegn skattalækkunum og þess vegna barðist ég gegn þenslu ríkisins og þess vegna barðist ég gegn styrkingu krónunnar!

Meirihluti landsmanna var hlyntur ofangreindu og nú er uppskeruhátíð!

Þjóðina og ríkisvaldið skortir siðferði og skortir virðingu fyrir eignum annarra.

Hvað er það annað en þjófnaður þegar stóriðjusinnum finnst það í lagi að hækka skuldir allra Bolvíkinga um 5% og lækka tekjur þeirra á sama tíma til að rýma fyrir stóriðju?  Þetta er glæpur að mínu mati, en þetta er glæpur sem fólki finnst vera í lagi. 

Þessu hugarfari þarf að breyta

Ég vona svo sannarlega að ný stjórnarskrá banni svona rugl í framtíðinni.

Lúðvík Júlíusson, 16.10.2010 kl. 12:47

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrirgefðu Lúðvík að ég skildi kalla þig Júlíus, það var ekki illa meint og ber aðeins fljótfærni minni vitni.

Ég er sammála þér í því að aðgerðir stjórnmálamanna hafa valdið miklu tjóni.  Mér er fullkunnugt um hvernig þessi stefna fór með sjávarbyggðir landsins.  Ég bjó í einni mín manndómsár og upplifði að húsið mitt varð helmingi minna virði þegar ég flutti og seldi heldur en það kostaði mig að byggja það. 

Ég gæti haldið stóra tölu um það siðferði sem olli því óréttlæti sem þær aðgerðir sem þú nefnir voru völd af.  En það breytir engu héðan af, það er siðferði og réttlæti dagsins í dag sem málið snýst um.

Magnús Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 16:48

6 identicon

tjofnadur er og verdur afram loglegur a Islandi . Tad eru tjofarnir sjalvir sem bua til reglurnar tvi midur Magnus minn

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 03:42

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Helgi, það er satt þjófnaðurinn er kannski á stærri skala á Íslandi en í Ástralíu.  En það virðist vera um allan heim sem farið er illa með fólk af fíflum kerfisins.

Það er athyglivert að skoða svipaða umræðu í USA og á sér stað hér á landi.  Þar geta skuldarar ekki með nokkru móti meðtekið að lánin standi í stað þó greitt sé af þeim.  Hugdjarft fólk hefur snúið aftur til heimila sinna eftir að bankinn skipti um útidyraskrá og skipti aftur um og berst fyrir sínu.  Hvað ætli þessu fólki þætti um íslenska kerfið þar sem höfuðstóllinn hækkar dramatískt við hverja afborgun?  Svo ekki sé minnst á stökkbreitt ólögleg gengisbundin lán.

http://www.youtube.com/watch?v=9yhZBgi5NOg&feature=player_embedded#!

Magnús Sigurðsson, 17.10.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband