28.11.2010 | 14:48
Fólk er fífl.
Eða hvað? Svo virðist sem margir haldi að lítil þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings gefi tilefni til að ætla að þeir sem kusu ekki hafi, a) ekki nennt að setja sig inn í málið, b) hafi vantað pólitíska leiðsögn frá fjórflokknum, c) hafi ekki lýðræðislegan þroska til að bera.
Margir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og bloggi í að hvetja fólk til að nota kosningaréttinn. Af þeirri umræðu má ætla að þeir sem geri það ekki geti ekki ætlast til að mikilla breytinga á gjörspillt stjórnkerfi. Þessi afstaða er takt við þann lýðræðislega fasisma sem fest hefur sig í sessi á vesturlöndum. Fæstum lýðræðisfasistanna dettur í hug að fólk sjái í gegnum plottið.
Það er orðið nokkuð ljóst að til þessara stjórnalagaþingskosninga var ekki boðað að kröfu almennings. Það ætti líka að vera flestum orðið ljóst að elítan er að nota tækifærið til að drepa málum á dreif með því að gera stjórnarskrána að sökudólgi eigin spillingar. Líklegast er að við samningu nýrrar stjórnarskrár muni einungis verða sett inn ný ákvæði sem hefta frelsi einstaklingins sem mun færa meiri völd til þeirra elítu sem með völdin fer hverju sinni.
Núgildandi stjórnarskrá Íslands kemur ekki í veg fyrir það;
- að 2 árum eftir stærsta þjófnað Íslandssögunnar hafi enginn verið dæmdur til refsingar,
- að sömu stjórnamála menn og sátu við völd þegar þjófnaðurinn fór fram verði ekki látnir komast upp með að eignarupptaka hjá almenningi verði látin bera þann þjófnað,
- Að aðskilnaður dómsvalds og fjármálavalds verði virt.
Þetta er verkahring þeirra sem með völdin fara og stjórnarskráin kemur ekki í veg fyrir að þeir sinni skyldu sinni.
Annars er það svo að umræða um stjórnarskrár er ekki sér íslenskt fyrirbrygði og þegnar margra landa gera sér grein fyrir að áhersla raðgjaldrota fjölmiðla valda elítunnar eru markvist notaðir til að halda á lofti máttleysi þeirra stjórnaskráa sem tryggja grundvallarréttindi almennings. Það verða þau grundvalarréttindi sem verða þrengd með nýjum ákvæðum í stjórnarkrá.
http://www.youtube.com/user/aodscarecrow?gl=AU&hl=en-GB#p/c/4CDCB9C17C7E0C98/0/0IxFOYltbvQ
36,77% kosningaþátttaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma því að hér er ennþá starfræktur seðlabanki, en án hans og ríkisábyrgða í gegnum hann hefði aldrei verið hægt að þenja út hina miklu skuldabólu.
Geir Ágústsson, 28.11.2010 kl. 15:00
Þessi kjörsókn mun hafa tvennt í för með sér. Í fyrsta lagi mun hið lága Alþingi halda því fram að þar sem svo fáir kusu þá þurfi ekkert að taka tillit til tillagna sem kunna að koma fram frá Stjórnlagaþingi. Alþingi mun því fara eigin leiðir, hverjar sem þær síðan kunna að verða. Svo kemur að Því að Bessastaðabjáninn þarf að fjalla um málið þegar Alþingi verur búið að því, ef þa'ð þá tekst að ljúka því þar, og mun ÓRG með sömu rökum fara eigin leiðir og koma í veg fyrir allt sem hugsanlega gæti dregið úr völdum þessa sjálfumgóða tækifærissinna sem nú situr í vellistingum suður á Álftanesi og lætur gjaldþrota almúgan greiða sér ofurlaun og lúxusferðin út um allann heim. Ég er þegar farinn að bíða eftir yfilýsingum frá forsetaskrifstofum á hvern hátt Bloomberg sleit orð hans úr samhengi og/eða misskildi það sem hann sagði. Þessar yfirlýsingar koma alltaf innan viku frá því að hann hefur blaðrað við erlenda blaðamenn.
Tómas H Sveinsson, 28.11.2010 kl. 15:08
Alþingi setti fram opinberlega þá stefnu fyrir 66 árum að heildarendurskoðun skyldi fara fram á stjórnarskránni.
Því hefur mistekist að gera þetta.
Þetta eru meginrökin fyrir því að endurskoða hana núna. Mér dettur ekki í hug að kenna núgildandi stjórnarskrá um Hrunið nema að mjög litlu leyti.
Hrunið var nefnilega siðferðilegt hrun, siðrof.
Miðað við hið gríðarlega umfang þeirra vandamála, sem nú þarf að takast á við, er setning nýrrar stjórnarskrár aðeins lítið verk en þó verk sem getur skilað meiri árangri til framtíðar litið en sem nemur því sem til er kostað.
Ómar Ragnarsson, 28.11.2010 kl. 15:12
Gulrótin virkaði ekki fyrir meirihluta kjósanda! Dugði sem sagt ekki á þá sem eru að missa allt vegna arðráns. Þetta staðfestir: JÓGRÍMA ER FALLIN! Vonandi þarf ekki Cantona aðgerð til að reka síðasa naglann í kistuna. Hér er einnig auglýst eftir forsvarsmönnum stéttarfélaganna. Hefur einhver séð þá? Sáust síðast fyrir hrun, íklæddir skinhelgi, nábrók og með huliðshjálm í hönd. Skyldu þeir taka ofan 1. des?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:13
Vel má vera að fólk sé upp til hópa fífl, en ég held þú sért að misskilja þetta allt saman. Fólkið sem var í framboði í þessum kosningum var meira og minna fólk sem tengist ekki valdhöfum eða "elítunni" á nokkurn hátt. Ég get heldur ekki séð að margir af frambjóðendum hafi sett fram neina stefnu um að breytingar á stjórnarskránni sem myndu hefta frelsi almennings. Aftur á móti var meirihluti þeirra að leggja fram hugmyndir eins að jafna atkvæði, takmarka vald ráðherra, að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mikilvæg mál (sem allt styrkir stöðu fólksins gegn stjórnvöldum), tryggja eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum með skýrum hætti, sem ætti að verja okkur gegn frekari þjófnaði innan frá eða íhlutun stofnana eins IMF um ráðstöfun þessarra auðlindana. Margir lögðu einnig fram hugmyndir um aðskilnað ríkis og kirkju sem kemur hruninu ekkert beint við en er samt löngu tímabært. Fyrir þá milljarða sem fara í kirkjuna á ári hverju mætti halda ansi margar þjóðaratkvæðagreiðslur eða minnka niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.
Það er enginn að halda því fram að þetta stjórnlagaþing sé einhver heildarlausn á fjármálavanda þjóðarinnar en sterk og skýr stjórnarskrá er einmitt tæki til að verja hagsmuni þjóðar gegn stjórnvöldum eins og þér virðst hugleikið. Það getur verið að svipuð umræða fari fram víða og í misjöfnum tilgangi, en það hefur hvergi gerst svo ég viti að breytingar á stjórnarskrá hafi verið settar í farveg sem þennan, þar sem reynt er að sneiða hjá því að atvinnupólitíkusar komi nálægt breytingunum eins og hægt er.
Svo er þessi mynd sem þú setur link á bara brandari. Ég hætti að horfa þegar byrjað var að tala um að nasistarnir hefðu í raun unnið stríðið og stjórnuðu enn öllu á bak við tjöldin. Það er gömul saga og ný að stjórnvöld og valdaelítur mergsjúgi þegna sína og annarra þjóða. Það hefur alltaf verið þannig! En það sem er mest rætt í myndinni er ofríki stjórnvalda, þegar það sem kom Íslandi í þá stöðu sem það er í dag, var vanmáttur og aumingjaskapur stjórnvalda gagnvart hrikalega "frjálsum" einstaklingum. Veit ekki annað en ríkisrekið heilbrigðiskerfi og menntakerfi (sem er gagnrýnt í myndinni) hafi gengið hér ágætlega þar til það er núna verið að rústa áratuga uppbyggingu á þessum kerfum eftir stakt eyðslufyllerí og risaþjófnað fárra einstaklinga.
En svona af forvitni, þar sem þú gagnrýnir, hvaða hugmyndir hefur þú sem gætu leitt samfélag okkar á betri stað?
Guðmundur Kristjánsson, 28.11.2010 kl. 15:35
Geir, tómas, Ómar og Hrúturinn;hjartanlega sammála ykkur öllum. En ég tel það ótækt að hrunaþingmenn og ráðherrar, verði þeir sem hafi lokaorðið um þær tillögur að breytingum að stjórnarskrá sem það ágæta fólk sem í framboði hefur verið kemur til með að leggja fram. Fyrst þarf að hreinsa til á Alþingi, það getur tekið nokkrar kosningar.
Því miður tókst elítunni að koma í veg fyrir, með lýðskrumi, að atburðirnir á Austurvelli í byrjun október yrðu til þess að boðað yrði til kosninga.
Magnús Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 15:44
Frábær skrif, Guðmundur. Svo virðist sem að Íslendingar séu að festast í því að mótmæla, rífa niður, berja tunnur í reiði og henda ónýtum mat í opinberar byggingar (og starfsmenn) og séu því ófærir um að taka þátt í uppbyggilegum aðgerðum eins og þetta þing vonandi verður þrátt fyrir dræma kosningaþátttöku. Þetta var dauðafæri fyrir þjóðina að sneiða hjá pólitíkinni við að breyta stjórnkerfi sem er meingallað, ekki síst vegna þess sem Ómar bendir á, að stjórnmálamenn hafa ekki getað eða viljað breyta því.
Örn Arnarson, 28.11.2010 kl. 15:52
Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð.
Ef Jóhanna hefði struntaðð í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.
Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...
Nú er komið nóg (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:52
Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð.
Ef Jóhanna hefði struntaðð í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.
Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...
Nú er komið nóg! (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:53
Guðmundur; sammála þér með allt það ágæta fólk sem bauð sig fram og býst við að tillögur þess verði góðar. Það breytir ekki því að miðað við stjórnskipan í þess landi voru þessar stjórnlagaþings kosningar ótímabærar. Ég hvet þig til að kynna þér linkinn sem ég bendi á til enda. Þetta er myndskreyttur útvarpsþáttur.
Ég er sammála þér með að "þegar það sem kom Íslandi í þá stöðu sem það er í dag, var vanmáttur og aumingjaskapur stjórnvalda gagnvart hrikalega "frjálsum" einstaklingum." Þess vegna er það súralískt að sömu stjórnmálamenn skulu hafa lokaorðið um hvaða útfærsla af stjórnarskrá hleypt í gegn.
Magnús Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 15:54
Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:
Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.
Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.
Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)
Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.
NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!
PS: Ég lét mig samt hafa það að fara og kjósa. Leið bara eins og manni sem er hafður að fífli eftir á að láta hafa mig út í skrípaleikinn.
Íslenska Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:58
Örn; sammála þér með skrif Guðmundar en ég held að dauðafærið hafi ekki verið þjóðarinnar það hefur hún ennþá.
Nú er komið nóg; af Jóhönnu og öllu hrunaliðinu.
Magnús Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 16:00
Íslenska Andspyrnuhreyfinginn; er með höndina á púlsinum.
Magnús Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 16:02
Já Fólk er fífl.
Sjaldséðir eru þeir sem réttsýnir eru.
En stóra mótsögnin er - hvernig gastu séð það????
Jón Örn Arnarson, 28.11.2010 kl. 16:26
Jón Örn Arnarson; eins og flestir sé ég það eftir á. En "fífl" eru yfirleitt vel meinandi og því besta fólkið.
Kveikjan af þessum pistli var sú að ég vil fá að vera í friði með minn atkvæðisrétt og nýti ég mér hann til að sitja heima er ég ekki meira fífl en þeir sem nýta sér atkvæðisréttinn.
Magnús Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 16:31
Íslenska Andspyrnuhreyfingin:
Ég er alls ekki sammála flestu sem þú segir.
1. fluga: Núverandi ríkisstjórn er líklega það besta sem var í boði í síðustu alþingiskosningum. Alls ekkert valdarán í gangi þar. Ekki mikið um blekkingar heldur.
2. fluga: Forsetinn er ekki eini talsmaður lýðræðis. Við, þjóðin, erum helsti talsmaður lýðræðis - einmitt það sem kosningarnar snerust um - en fólk áttaði sig greinilega ekki á. Fyrir utan að forsetinn hefur hagað sér eins og talsmaður auðvalds síðustu ár. Skal samt vera sammála þér þegar þú talar um forréttindi banka etc.
3. fluga: Svona þröngsýni og rasismi er almennt séð ekki talið til góðs. Kirkjan má mín vegna alveg deyja - enda búin að vera að því hægt og rólega síðan upplýsingin hófst (áfram raunvísindi!). Islam er alls ekkert verri trú en íslenska Kristnin. Þetta er trú á sömu ofurveruna, bara eftir annarri bók (báðar eru jafn klikkaðar að mínu mati). Alveg tímabært að við hættum að mismuna félagasamtökum á þennan hátt.
Ástæðan fyrir lítilli kjörsókn er ekki út af lélegu framboði, heldur lélegri umfjöllun og hvatningu fjölmiðla, fyrst og fremst. Það er ótrúlega fínt fólk þarna inni, fólk sem ég myndi sannarlega treysta til þess að taka mikilvægar ákvarðanir byggðar á reynslu.
Þetta eru ekki gerfilausnir. Þetta er bara það besta sem fólkið kemur með á borðið. Vissulega held ég að við eigum bara að láta bankana (og innistæður) gossa og byrja upp á nýtt með alvöru gjaldmiðil. Það væri fyrsta byltingin sem við ættum að stefna á.
ES: Gott hjá þér samt að fara að kjósa. Með því sýnirðu amk. vilja til þess að taka þátt með þjóðinni í að bæta stjórnsýsluna.
Tómas (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 17:00
Ég er alveg sammála því að það er ekki ákjósanlegt að valdamestu ráðherrarnir í dag séu þeir sem lengst hafa setið á þingi. Vissulega er þörf á róttækum breytingum á Alþingi og öllu okkar stjórnkerfi. Ég held samt ekki að það þýði að ekkert annað jákvætt geti komist í framkvæmd þar til það gerist. Sérstaklega held ég að við höfum ekki efni á að bíða með að taka jákvæð skref á meðan að enginn virðist hafa neina hugmynd um hvernig við komum þessum rótgrónu valdaöflum frá. Ef gengið væri til kosninga núna, gæti ég best trúað að Sjálfstæðiflokkurinn kæmist aftur í stjórn, eins fáránlega og það hljómar og jafnvel Framsókn. Væri það betra? Einhvers konar bylting er stundum rædd, en ég skil ekki hvað er verið að meina með því, endilega segið mér hvernig slíkt færi fram. Ég vil alla vega ekki sjá einhverja kristilega þjóðernisbyltingu eins og Íslenska Andspyrnuhreyfingin virðist vera að boða :)
Magnús: "Þess vegna er það súralískt að sömu stjórnmálamenn skulu hafa lokaorðið um hvaða útfærsla af stjórnarskrá hleypt í gegn".
Mín skoðun er sú að ef við hefðum séð mjög góða kosningaþátttöku, þá hefðu stjórnvöld ekkert átt um nein "lokaorð" að velja. Með 37% þátttöku er hins vegar mun auðveldara að snúa þessu upp í einhvern farsa...black is white, up is down.
Guðmundur Kristjánsson, 28.11.2010 kl. 20:05
Guðmundur; ég hef ég trú á að ef til Alþingiskosninga kemur núna, ætti framboð í líkingu við Besta flokkinn góða möguleika og þannig fólk væri betur til þess fallið að meta æskilegar breytingar á stjórnarskránni. Ég er beinlínis hræddur við að leifa hrunaliðinu að krukka í stjórnarskránni með sínu "lokaorði", jafnvel þó svo kjörsóknin hefði verið 74%.
Magnús Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 22:15
1. Valdaránið gerðist eftir kosningarnar. Vilji fólksins hunsaður trekk í trekk, jafnvel í trássi við dóma Hæstaréttar eins og gerðist í Lýsingarmálinu.
2. Nei, en án hans hefði verið auðveldara að þröngva upp á þjóðina Icesave.
3.
Ég er ekki með neinn rasisma. En bjó lengi á stað þar sem mikið var um heiðursmorð og önnur mannréttindabrot. Þar voru margar gömlu kirkjurnar orðnar moskur út af lítilli kjörsókn og stúlkur mikið þvingaðar í hjónabönd við frændur sem voru fluttir inn. Svona er venjuleg Evrópsk stórborg í dag og því fylgir minna frelsi þegnanna. Það er ekki hægt að bera lýðræðisást kristinna manna í dag saman við það sem gerist í Islamska heiminum, þar sem við höfum engan rétt á að byggja kirkjur víðast hvar. Ég er fjölmenningarsinni í raunverulegri merkingu þess orðs, öll menning á tilverurétt, er falleg og þess virði að varðveita hana, rétt eins og fjölbreytileika náttúrunnar. Ég trúi ekki á tilvist kynþátta og get því ekki talist rasisti, og væri ég það hefði ég ekki efni á því, því ég er kynblandaður einstaklingur.
Íslenska Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 05:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.