29.11.2010 | 17:53
Hryðjuverkaríki?
Verður Ísland sett á lista hryðjuverkaríka í annað sinn á stuttum tíma? Fulltrúadeildarþingmaðurinn Peter King bað Hillary Clinton utanríkisráðherra um að setja Wikileaks á lista yfir erlend hryðjuverkasamtök í kjölfar nýrra leyniskjala sem gerð voru opinber í gærkvöldi. Og Liz Cheney, dóttir Dicks Cheneys ítrekaði á Fox sjónvarpsfrétttastöðinni í gærkvöldi, að hún teldi að stjórnvöld á Íslandi eigi að loka vefsíðunni WikiLeaks.
Sumir Bandaríkjamenn hafa þó séð ríkisstjórn Bandaríkjanna sem hina raunverulegu hryðjuverkaógn.
Wikileaks hryðjuverkasamtök? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eruð þið nú farinn að hlusta á öfgvafulla presta í Bandaríkjunum?
Og það er alveg merkilegt að það er ekkert minnst á hryðjuverk Kanans þegar þeir hentu sprengjum á Belgrad til að stoppa þjóðarmorð á Muslímum og ekki heldur þegar þeir voru að sprengja Berlín til að stöðva framgang Nasista, afhverju ekki allt eða ekkert?
Loki (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:08
Wikileaks er fjölmiðill. Mönnum má detta svona vitleysa í hug, en ef reynt yrði að koma þessu í framkvæmd myndi sennlega fjórða valdið, eins og það leggur sig á heimsvísu, leggjast gegn þessu.
Promotor Fidei, 29.11.2010 kl. 20:10
Loki; övgafulli presturinn sleppti líka Víetnam, Laos, og Afganista í þessari ræðu, kannski hefði hún bara engan enda tekið hefði manngæskan ein átt að vera til umræðu.
Promotor Fidel; ég er ekki viss. Efnistökin til þessa hafa ekki bent til þess.
Magnús Sigurðsson, 29.11.2010 kl. 20:26
Það þyrfti eiginlega að benda þessari ágætu konu á að skjölin eru ekki geymd í tölvu á Íslandi. Þau eru geymd á netþjónum víðsvegar í heiminum.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.