Sjónvarpið vann.

Af nafnalistanum að dæma er það nokkuð ljóst að fjölmiðlafólk og álitsgjafar sjónvarpsstöðvana koma vel út úr þessum stjórnlagaþingskosningum.  Það var svo sem viðbúið að Jón og Gunna ættu lítinn séns.

 

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og telur þú virkilega að "Jón og Gunna" séu besta fólkið til að endurhugsa stjórnarskrána?

Púkinn, 30.11.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Miðað við ástandið í í þjóðfélaginu í dag,,,,,,,,,,,,,,,já.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: halkatla

Einhverjir með vit á stjórnarskrár tengdum málum sem ganga ekki erinda vafasamra afla hefðu verið betri en flest þessi fjölmiðlaandlit (nema Ómar) og Jón eða Gunna. Maður treystir þessum lögfræðingum uppað vissu marki. Vonum bara að heilbrigð og skynsamleg viðhorf ríki þegar þau þinga og að fræga fólkið noti þetta tækifæri til góðs. Inga Lind myndi t.d fá risastóran plús frá mér ef hún myndi berjast fyrir einhverju góðu þarna. Ég á bara ekki von á því og hefði aldrei búist við því að henni yrði gefið þetta tækifæri.

halkatla, 30.11.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Pirrhringur;  treystandi upp að vissu marki segirðu ;  Löglærðir hafa ekki hikað við að umsnúa réttlætinu gefi það góðar tekjur.  Stjörnulögfræðingarnir víla ekki fyrir sér að fá einstæðar mæður dæmdar á vonarvöl ásamt börnum sínum fyrir rétt verð.  Það þykir orðið eðlilegt að búa við sjónvarpsþátta siðferði þar sem ekki þarf einu sinni að finna réttlætingar fyrir því að vinna að óþverranum.  Það að krukka í stjórnarskrána bætir ekki siðferðið.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2010 kl. 16:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Púki, er ekki marg-fullreynt með hitt? Ég hefði haldið það.  Hér er í meirihluta fólk sem vill liða í sundur horstein stjórnarskrárinnar og framselja fullveldið aftur í erlendar hendur.  Býst við að 20% þjóðarinnar geti skálað fyrir því.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 16:59

6 identicon

Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband