Naglasúpa.

Þetta verður sennilega súpa í takt við gestrisni hyskisins, "látum liðið borga eins og það getur" það verður ekki krónu skilað til baka af verðtryggingar þýfinu umfarm það sem hvort því sem er tapast.

Lánastofnanir skoða afskriftir umfram 100-110% af núvirði fasteigna. Horft verður til greiðslugetu viðkomandi og verður skilyrði afskriftanna að eiginfé sé neikvætt. 

Hluti aðgerðapakkans verða milljarða vaxtabætur úr ríkisjóði á kostnað skattgreiðenda sem renna þráðbeint til lánastofnanna.  Þetta verður að hætti húsbréfakerfis Jóhönnu um 1990 þegar vaxtabætur áttu að dekka afföll húsbréfa sem fóru hærst í 26%.  Vaxtabæturnar voru síðar skertar því þær hefðu sett ríkissjóð á hliðina. 

Enn og aftur fær hyskið að ræna heimili þessa lands í skjóli Jóhönnu.


mbl.is Rætt um verulegar afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttur dagsins á ríkisstjórnar-hælinu: "Lygasúpa"

Réttur dagsins alla daga eftir það: "skuldasúpa"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 09:12

2 identicon

Verst að hafa ekki keypt sér flatskjái, nýjar innréttingar, bíla og utanlandsferðir undanfarin ár. Helst að vera búinn að skuldsetja sig upp í 150% lágmark. Núna verður þetta nefnilega allt gefins þegar stór hluti skuldanna verður felldur niður. Svona á þetta að vera, láta aðra borga lúxusinn fyrir mann. Svo er best að vera mjög óþakklátur i þokkabót og kvarta yfir að hafa ekki fengið enn meira gefins.

Chaos (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 09:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ólafur;  þetta er ekki góður matseðill en örugglega sá sem boðið verur upp á fyrir almenning, peningar skuldlítilla fara í vaxtabætur í gegnum skattkerfið, hver króna snúin út úr þeim sem skulda en eru ekki raunverulega gjaldþrota og þeir sem raunverulega eru gjaldþrota verða gerðir að þrælum.  Það verður ekki krónu skilað af þýfinu með almennri leiðréttingu.

Chaos; tek undir með þér ef þig langar í flatskjá, nýja innréttingu, bíl og utanlandsferð, í skiptum fyrir skuldaþrældóm, þá ertu búinn að missa af lestinni.  Þér verður sennilega ætlað að láta þína peninga renna í formi vaxtabóta til hyskisins.  En það er öllum frjálst að sýna þakklæti sitt í verki með því að gefa hyskinu húsið ef þeir eiga það skuldlaust.

Magnús Sigurðsson, 3.12.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband