Ein mesta meinsemd Íslands.

Það gæti varla gerst annarstaðar á vesturlöndun að annað eins rán færi fram á eignum launafólks, að verklýðsfélög beittu sér ekki fyrir kröftugum mótmælum. 

Hér á landi er kerfið svo galið að verkalýðsforustan ver þjófnað af á heimilum félagsmanna, ekki bara með þögninni heldur með kjafti og klóm. 

Það kemur alltaf betur í ljós að ein stærsta meinsemdin í íslensku samfélagi er lífeyrissjóða kerfið.


mbl.is Miklar umbúðir - rýrt innihald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er ég algjörlega sammála.  Verkalýðsforystan og lífeyrissjóðakerfið er fullt af ofurlauna-smákóngum sem kostar tugi milljarða að halda uppi.  Þeir vilja engu breyta.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 08:44

2 identicon

Við eigum að gera eins og Svíar gerðu á sínum tíma.(höfum apað annað eins eftir þeim)

Þeir þjóðnýttu lífeyrissjóðina sem voru næstum því 2000 að tölu, og settu á stofn eitt kerfi fyrir alla. 

Þegar þú verður 67( 65 þar ) þá eru tekjur sl. 10 ár teknar saman og meðaltalið uppfært eftir ákveðinni  reiknireglu ( sem er EKKI hægt að breyta) , og þú færð 80 % af þeirri útkomu, skattfrjálst. Það er þak á þessu sem var að því að mér sýnist 400.000 á mánuði á síðasta ári.

Þetta er bara hugmynd, sem kostar minna að reka á ári í yfirstjórn, og allir verða í það minnsta jafnari til lífeyris

Kristinn (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 11:45

3 identicon

Sammála þér Kristinn! Auðvitað á að þjóðnýta lífeyrissjóðina!

anna (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:45

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammál Kristni, gæti auk þess verið leið út úr vertryggingar ruglinu.

Magnús Sigurðsson, 4.12.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband