9.12.2010 | 07:25
London Calling
Það má skilja á þessar frétt að Bretar og Hollendingar vilji vera öruggir með heimtur á icesave peningunum út á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda auk þess að eiga hlutdeild í heimtum á eignum gjaldþrota einkabanka. Þetta er meira en áður hefur heyrst, fram til þessa hefur átt að koma skuldinni á almenning í skiptum fyrir lægri vexti.
Undirlægu háttur íslenskra stjórnmálamanna er ótrúlegur í þessu máli. Þegar landhelgisdeilan var á sínum tíma datt íslenskum stjórnvöldum ekki í hug að eltast við ósanngjarnar kröfur ræningja með því að hlaupa sífellt til funda við þá á erlendri grund. Nú keppast þeir við að þóknast bretum á kostnað íslenskra skattgreiðenda, í stað þess að lögsækja þá fyrir að hafa sett Ísland á hausinn með hryðjuverkalögum.
Vilja hlut í betri heimtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.