Dómstólaleiðin eða þjóðaratkvæði.

 

Endastöð icesave hlýtur að verða fyrir dómstólum, nema samþykki samningsins í þjóðaratkvæði komi til, annað getur varla verið í boði.  Það væri rétt að umboðslausir stjórnmálamenn hefðu það í huga áður en þeir samþykkja ábyrgð almennings á Íslandi á skuldum gjaldþrota einkabanka að Það hefur aldrei verið betra tækifæri frá hruni, en núna að láta reyna á icesave ábyrgð íslendinga fyrir dómi.  Það hefur komið fram fjöldi málsmetandi sérfræðinga sem benda á að ekki sé hægt að gera íslenskan almenning ábyrgan fyrir icesave skuldum. 

Stjórnmálamenn ættu að íhuga það áður en þeir samþykkja tug eða jafnvel hundruð milljarða skuldir fyrir hönd almennings hvort þeir eru tilbúnir til að ganga undir dóm fyrir þann gjörning.  Allavega ættu þeir sleppa því að endurtaka hið ömurlega leikrit sem þjóðin varð vitni að á alþingi 30 desember s.l..  Ömurlegri nýársgjöf var ekki hægt að færa þjóðinni og það er ekki víst að fleiri gjafir að því tægi verði liðnar.


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

saell Magnus getur tad verid ad Islendingar sjeu bara ornir treittir a ollu tesu nu lati teir bara hiskid vada ifir sig getur verid ad teir hreinlega nenni ekki ad verja sig , er ekki bara audveldara ad lata bornin og barnabornin borga .

eg vona ad eg hafi rant firir mer

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það vona ég líka Helgi.  Ég held samt að landinn ætli ekki að láta hyskið eyðileggja fyrir sér aðventuna eitt árið í viðbót.  En komi til með að henda hyskinu út á nýju ári.

Magnús Sigurðsson, 12.12.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

besta jólagjöfin þetta ár er að henda hyskinu út

Magnús Ágústsson, 13.12.2010 kl. 01:32

4 identicon

Leiðari Financial Times fjallar í dag um icesave.  Á vísi.is kemur fram; "

„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið.

Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Westminster og Hague krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans.

Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd.

Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota.

Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið.

„Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri.

„Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum.




MS (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband