Ætla að klára samning fyrir áramót.

 

Það virðist vera eins og mbl ætli að fara varlega í að koma fram með upplýsingar fyrir lesendur sína um hvað icesave samningurinn hefur að geyma.  Kannski ekki vissir hvort þeir eigi að vera með eða móti frekar en stjórnmálamennirnir. 

Fram hefur þó komið að samið var við Breta og Hollendinga um að keyra samninginn í gegnum þingið fyrir áramót, sjá hér.  Að koma skuli í veg fyrir þjóðaratkvæði með öllum tiltækum ráðum, sjá hér.  Einhvern tíma hefði leiðari dagsins í Financial Times þótt fréttnæmur á mbl, hvað þá þegar íslensku þjóðinni er beðið blessunar.

Spurningin er verður stjórnmálmönnum og fjölmiðlum landsins treystandi til að gera nýja samkomulaginu skil?


mbl.is Icesave verður stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mitt svar er nei!

Sigurður Haraldsson, 14.12.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

mér fynnst magnað hvað er talað lítið um leiðara FT

við eigum fleirri bandamenn í UK en í Íslensku ríkisstjórninni

Magnús Ágústsson, 14.12.2010 kl. 00:43

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurður;  mitt svar er nei við samningi sem gerir skattgreiðendur ábyrga fyrir skuldum gjaldþrota einkabanka.

Nafni;  hárrétt hjá þér svo undarlegt sem það er.

Magnús Sigurðsson, 14.12.2010 kl. 07:45

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun:

Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”?

-

Takið þátt og farið inn á hlekkinn:

 -

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

-

Með kveðju, Björn bóndi   

   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband