16.12.2010 | 08:50
Þjóðaratkvæði takk.
Ef þetta er rétt, sýnir það að samninganefnd Íslands hafði ekki umboð á samningafundum til að verja ýtrustu hagsmuni þjóðarinnar.
Heldur sat hún á samráðsfundum með Bretum og Hollendingum um það hvernig væri hægt væri að troða skuldum gjaldþrota einkabanka upp á almenning með sjónhverfingum.
Vildu losa ríkið undan Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug að svona möguleiki sé á borðinu, og að hann hafi nokkurntima verið á borðinu, enginn er svo vitlaus í viðskiptum að hafa viljað lána fyrir þessu á þennan hátt sem lýst er í fréttunum, þegar vitað mál hefur verið frá upphafi að forgangskröfur myndu ekki fást greiddar að fullu. það er einhver skítalikt af þessari frétt, hún getur bara ekki verið rétt, eða það er eitthvað sem hún ekki segir frá.
Jóhann Hallgrímsson, 16.12.2010 kl. 09:47
Jóhann; satt hjá þér það er einhver skítalikt af þessari frétt. En skítalyktin af icesave samningum er orðin svo stæk að það kæmi ekki á óvart að flugufótur væri fyrir henni.
Magnús Sigurðsson, 16.12.2010 kl. 10:01
sammála þér Magnús
Jón Snæbjörnsson, 16.12.2010 kl. 11:15
Jón; þessi frétt sýnir en betur að þjóðin þarf sjálf að sjá til þess að nýjasti icesave samningurinn komist í þjóðaratkvæði og verði hafnað þar. Við getum ekki treyst á þá umboðslausu stjórnmálamenn sem nú fara formlega með völdin.
Þeir eru nú sáttir við lægri vexti og lygasögur um betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans.Magnús Sigurðsson, 16.12.2010 kl. 11:35
Ástæður fyrir því að borga ekki Icesave:
- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....
2. Eins og þessi maður nefnir í greininni þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims eins og hann leggur sig. Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.
3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.
Ástæður fyrir að borga Icesave
1. Blind hlýðni við "hinn sterka". "Stockholms syndrome." Geðveiki. Náði hámælum í tilvitnunum mannvitsbrekknanna sem héldu því fram á alþingi að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að borga Icesave hið fyrra.
2. Ný-nazismi Updated Version. Að henga heilli þjóð fyrir mistök örfárra óvinsælla bankamanna. Þannig slær hjarta nazistans og þessar "röksemdafærslur" sendu gyðingana í gasklefana. Það er til geðsjúkdómur sem kallast "Stockholms syndrome". Íslendingar sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna, eru líkir sjálfs-hatandi gyðingum af því tagi sem unnu innan veggja fangabúðanna við að urða lík samlanda sinna fyrir örlítið betra fæði og aðbúnað...það er að segja svipað og hinn efri-millistéttar alþingismaður býr við miðað við venjulegan íslenskan almenning. Meiri smámenni og smásálir er ekki hægt að hugsa sér. Við verðum að losna við geðveikt og órökrétt fólk af alþingi.
3. Heimsvaldastefna. Íslendingar hefðu getað hjálpað Afríkuþjóðum með að setja gott fordæmi að losna með tímanum undan sínum skuldaklafa, eins og átakið "Make Poverty History" hefur verið að berjast fyrir. Auðvitað finnst öllum það ekkert gott mál. Sumir aðhyllast enn Heimsvaldastefnu og trúa að best sé að litaði maðurinn sé enn undir hæl gömlu þrælahaldara sinna sem stálu flestum auðæfum hans. Kannski gamli Colonialisminn eigi svo sterka stuðningsmenn á Íslandi þeim finnist þeim bera "siðferðileg skylda" til að fara undir hælinn með Afríku, frekar en skapa mögulega hættu á lagalegu fordæmi, gömlu Heimsveldunum í óhag.
Save Iceland - Kill "Icesave" (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 02:13
Save Iceland - Kill "Icesave; þakka þér fyrir greinagóðan pistil sem er svo sannur að ég ætla að leyfa mér að nota orðrétt upp úr honum þegar við á hér á síðunni.
Það góða við athugasemdakerfið hér á blogginu eru þau sjónarhorn sem koma fram um málefnin. Þetta sjónarhorn er einmitt það sem skiptir máli og ef íslendingum finnst þeir ekki vera í þessum sporum þá má benda á að allur tekjuskattur íslendinga fer nú þegar í að greiða vexti ríkisins.
Þetta video kom inn í athugasemd fyrir nokkrum dögum og lýsir því vel hvernig "efnahagsáætlanir" AGS og banka elítunnar virka.
http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006
Magnús Sigurðsson, 17.12.2010 kl. 09:29
Takk sömuleiðis fyrir þín góðu innlegg. Alveg Guðvelkomið að dreifa þessu og kærar þakkir fyrir það!
Save Iceland - Kill "Icesave" (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.