Bankar og félagsfræðingar á jötuna?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig matarkortin verða útfærð.  Hver hagnast á því að gefa þau út, hvort þau beri færslugjöld o.s.f.v..  Allavega er líklegt að minna fjármagn fari í  mataraðstoðina sjálfa ef bönkum og félagsfræðingum verður hleypt að í stað fólks sem vinnur óeigingjarnt sjálfboðastarf.
mbl.is Tilbúnar til að skoða matarkort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessum kortum þarf líka að úthluta skv. mjög ströngum skilyrðum því að öllu óbreyttu grunar mig að röðin í "matarkreditkort" eigi eftir að vera margfalt lengri en í matarúthlutunina hjá fjölskylduhjálpinni. Veit að margir væru til í að fá úthlutað inneign í matvöruverslunum þótt þeir þjáist ekki af blankheitum. Þeir geta þá eytt sínum matarpeningum í eitthvað "skemmtilegra".

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 15:10

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér nafni, og þá koma félagsfræðingarnir til svo hægt verði að meta hver á að fá.  Þetta gæti meir að segja endað með "umboðsmanni matarþega". 

Það hefur verið tilhneiging hjá þeim sem telja sig þess umkomna að hafa vit á hlutunum að leggja stein í götu sjálfsprottinna hjálparsamtaka sem sýnt hafa frumkvæði svo þeir geti makað krókinn sjálfir.  Ef ég man rétt þá hóf launaður starfsmaður hjá Hjálparstofnun kirkjunnar þessa umræðu.

Magnús Sigurðsson, 3.1.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband