Fólk verður rænt 2011.

Það er alltaf gaman að heyra álit Gerald Celente um efnahaginn framundan, þó hann sé ekki að spá sérstaklega fyrir um evruna í þessari frétt.  Þá kemur hann inn á þróun stóru gjaldmiðlana, talar á mannamáli og hefur oft hitt naglann á höfuðið í spádómum sínum. 

 

 


mbl.is Rogoff: Evran líklegust til að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta! Frábært tenging við litla Ísland. Jógríma tröllríður þjóðinni og étur Ástþór og Haarde í eftirrétt í brúðkaupsveislunni. Öreigarnir borga

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:44

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Öreigarnir borga alltaf, jafnvel eftir að þeir hafa engu meira að tapa, er þeim ætlað að halda áfram að borga.

Það er alltaf gaman að hlusta Gerald Celente vegna þess að hann tala um hagfræði á mannamáli.

http://www.youtube.com/watch?v=Cic-bk8yX0Y&feature=related

Magnús Sigurðsson, 3.1.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða áhrif myndi fall evrunnar hafa hér á landi?

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 01:49

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gerald er flottur.

Ef evran fellur Baldur þá er augljósa fyrst.  Að innflutning varningur frá Evrópu mun vera ódýrari. T.d áfengi, matur, klósettpappír, bílar og fleiri hlutir.

Ódýrari að ferðast í Evrópu. Þetta er það augljósa fyrir okkur Íslendinga.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2011 kl. 04:56

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

ÞSHH, en við flytjum varning okkar út að mestu leyti til Evrópu ... þýðir það ekki að við fáum minna fyrir hann. En svo er það spurning líka hvort evran muni ekki hreinlega andast....flókið mál, ekki satt. Einhvern veginn efast ég um að erfiðleikar nágrannaþjóðanna muni hjálpa okkur, þvert á móti.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 06:19

6 identicon

Baldur Hermannsson;

Ef Evran fellur, þá munu draumar ESB-sinna hér á landi líka hrynja til grunna sem og trú manna á að Evran sé það efnahagslega töframeðal sem ESB-sinnar telja að hún sé.

Gjaldmiðill sérhvers ríkis endurspeglar efnahagslegan veruleika þess.

Að nota gjaldmiðill sem ekki endurspeglar efnahagslegan veruleika viðkomandi lands, er ávísuna á efnahagslegar hörmungar viðkomandi ríkis.

Væri Ísland með Evru sem gjaldmiðil núna, væri landið miklu verra statt. Vörur héðan væru nánast óseljanlegar vegna þess að þær væru of dýrar, ferðamenn kæmu ekki hingað vegna þess að það væri svo dýrt að ferðast hingað.

Til að vinna bug á slíku ástandi og gera landið samkeppnishæfara væri bara tvent til ráða; að lækka laun og segja upp fólki.

Þorkell G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 08:34

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég held að það sé rétt sem Baldur bendir á að við fáum minna fyrir útflutninginn ef evran fellur og þá þarf að lækka gengi krónunnar ef það á að fá það sama fyrir hann.  Sem kemur þá til með að hækka verðbólgu og verðtryggðar skuldir heimila.  Ef krónan styrkist gagnvart evru yrði innflutningur og utanlandsferðir ódýrari. 

En viljum við vera fastir í skuldasúpunni sem verðtryggingin bjó til?  Jafnvel lenda í öðru gjaldmiðilshruni með tilheyrandi eignaupptöku án þess að ráða nokkru um? 

Ég held að Gerald Celente hitti naglann á höfuðið þegar hann segir að þekking og matur (þekkja höndina sem fæðir þig) sé öllum gjaldmiðlum verðmætari jafnvel gulli.

Magnús Sigurðsson, 4.1.2011 kl. 09:25

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég talaði áðan við verkfræðing sem hefur að auki talsverða menntun í hag- og viðskiptafræði. Hann sagði að um viðskiptavini gildi sama regla og fyrirtæki: ef fyrirtækinu vegnar illa verður það jafnframt skaði starfsfólksins. Ef Evrópa, okkar helsti viðskiptavinur, lendir í kröggum mun það skýlaust bitna á okkur. Við fáum minna fyrir okkar útflutningsvörur, ferðamönnum fækkar og þar fram eftir götunum.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 13:10

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já rétt er það. Við munum á móti fá minna fyrir okkar útflutningsvörur. Það má stilla þessu upp að íslensk fyrirtæki í útflutningi tapa á veikingu evrunnar vegna þess að það er fyrst og fremst fyrirtæki sem eru að flytja út vörur en almenningur græðir á falli evrunnar vegna þess að matur, vörur og ferðalög verða ódýrari.

Og svo ég leiðrétti þvæluna í Þorkelli. Hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu og þversagnir.

Hann byrjar á því að segja að ef evran fellur þá verður það slæmt og hinir og þessir draumar fara í klósettið. Svo segjir hann að ef krónan hefði ekki fallið þá værum við í miklu verri stöðu.

Hann er að segja ef gjaldmiðill evrópu búa falla þá er það slæmt fyrir íbúana. En ef gjaldmiðill á Íslandi fellur þá er það gott fyrir Íslendinga. Þetta náttúrulega meikar ekkert sens.

Svo endar þessi snillingur á að segja "Til að vinna bug á slíku ástandi og gera landið samkeppnishæfara væri bara tvent til ráða; að lækka laun"     En hvað er gengisfall annað en launalækkun á alla línuna????

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2011 kl. 16:17

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"En hvað er gengisfall annað en launalækkun á alla línuna????"

Þar kemur til verðtryggingin, Þruman, Sleggjan og Hamarinn.  Annars skipti gengisfelling krónunnar mun minna máli fyrir flest heimili.

Magnús Sigurðsson, 4.1.2011 kl. 16:29

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gengisfelling er slæmt fyrir verðtryggðu lánin og ef fólk og fyrirtæki eru með erlend lán. En fyrir fólk sem eru hvorki með verðtryggt lán eða erlend lán þá er gengisfelling samt launalækkun í dulargerfi.

Allar innfluttar vörur hækka í verði og ferðir erlendis verða dýrari. Kaupmátturinn minnkar. Ekkert ósvipað og bein launalækkun.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2011 kl. 16:35

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammál, en það sem gengislækkun gerir er að hún getur búið til vinnu.   En með íslenska vertryggingarsysteminu býr hún til þræla sem geta ekki framleitt sér á laununum. 

Munurinn á þrælahaldi fyrri alda var sá að húsbóndinn varð að sjá þeim fyrir mat og húsaskjóli, nú verða þrælarnir að sjá um það sjálfir.  Hversu lengi þeir sýna húsbóndanum hollustu verður svo bara að koma í ljós.

Magnús Sigurðsson, 4.1.2011 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband