4.1.2011 | 09:31
Evrópuþingmann handa VG.
Þeir í VG ættu að fá Evrópuþingmanninn Nigel Farage á fundinn, til að brýna sig á kosningaloforðunum varðandi ESB. Ef þeir skyldu vera búnir að tína stefnunni.
![]() |
Átökin mest um ESB-stefnu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þeir sem selja ómetanlegt frelsi sitt til að kaupa sér tímabundið öryggi, eiga hvorugt skilið, og missa bæði" - Benjamin Franklin
Látum umheiminn ekki hræða okkur með Icesave. Okkur ber engin siðferðileg skylda til að borga fyrir mistök 30 bankamanna, frekar en Afríku að lifa við sitt ævarandi skuldafangelsi sem sömu gömlu nýlendur og nú herja á okkur hnepptu hana í. Við eigum þessa meðferð ekki skilið frekar en gyðingarnir í seinni heimstyrjöldinni áttu skilið að gyðinlegum almenningi væri hengt fyrir óvinsældir örfárra bankamanna.
Allar ákvarðanir byggðar á ótta enda í skelfingu. Allar ákvarðanir sem þú tekur afþví einhver kúgaði þig til þess sérðu eftir. Og allt sem þú ákveður af heilaþvotti og innrættingu mun verða þér til tjóns.
Frjáls hugsun er ennþá mikilvægari en athafnafrelsi þjóðarinnar, og það fyrra er upphafið og lífæð þess seinna, frá henni sprettur allt hugrekki og allt sjálfstæði. Og þar sem hana skortir deyr bæði og þrældómurinn tekur við.
Hugrekki! Frelsi! Gleði!
Guðmundur Jónsson. (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 03:28
Þakka þér fyrir sannan pistil Guðmundur. Ég tek heilshugar undir með þér.
Magnús Sigurðsson, 5.1.2011 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.