Má Birgitta passa sig?

Birgitta segir þetta vera „prinsipp" mál. „Mér er boðið að tala á mikilvægri ráðstefnu í sumar í Bandaríkjunum um upplýsingafrelsi," segir þingmaðurinn og hlær við. „Þá er óþægilegt að vita ekki fyrirfram hvort þeir muni virða friðhelgi kjörinna fulltrúa. Ég hef ekki gert neitt ólöglegt, en ég veit ekki hvort það verði farið með mig í yfirheyrslu eða eitthvað slíkt."

Það er ætti flestum að vera ljóst að ritskoðanalöggur heimsins eru tilbúnar til að fara hvert sem er til að hafa sitt fram.  Heimurinn hefur þagað þunnu hljóði yfir Guantanmo fangabúðunum og hvernig USA og UK ásamt hinum viljugu, gerðu heilu þjóðirnar í mið-austurlöndum að réttdræpum hryðjuverkamönnum.  Drottnarar heimsins hafa sýnt að þeir hika ekki við að beita hryðjuverkalögum gegn smáríkum. 

Ef Birgitta má passa sig, hvað má þá segja um venjulegt fólk sem nýtur ekki friðhelgi kjörinna fulltrúa.  Það er alltaf fróðlegt að hlusta á vikulegan útvarpsþátt Max Igan á American Voice Radio þegar hann talar um hvað fólkið getur tekið til bragðs.  Hér fer hann yfir fyrstu viku ársins 2011 og horfurnar framundan.

Klikkið á myndina til að hlusta og horfa.


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband