Hrundi allt á Íslandi nema kerfið?

Það er ömurlegt að horfa upp á Jóhönnu og Steingrím fagnandi 50.000 undirskriftum og gefa það í skin að kerfið þvælist fyrir.  Þeim virðist það einstaklega lagið að gera allt öfugt og kenna öðru um eigin aumingjaskap. 

Ef það eru ekki lífeyrissjóðirnir, bankarnir, IMF eða kerfið, þá er það ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem allt sem gert er á hlut almennings er um að kenna.  Þó svo að næstum 4 ár séu liðin frá ríkisstjórn þessara flokka. 

Eftir samanlagt yfir 60 ár á löggjafasamkomunni ættu Steingrímur og Jóhanna að gera sér grein fyrir að allir vita að þau eru kerfið. 


mbl.is Kerfið þvælist fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

með ólíkindum þessi ríkisstjórn og sama með þennan undirskriftalista >> hér stefnir í algjöra stöðnun

Jón Snæbjörnsson, 17.1.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón ég er sammála þér með ríkisstjórnina hins vegar finnst mér undirskriftalistinn eigi rétt á sér.

Sú leið sem hefur verið farin við stóriðju er af þeim toga að eignarhald á orkuauðlindunum er hafið yfir allan vafa Það hefur verið hjá þjóðinni í gegnum Landsvirkjun.  Verðið sem fæst fyrir orkuna er svo aftur umdeilanlegt.  En núna er farið í kringum skírt eignarhald með HS orku/Magma með blekkingarleikir eins og nýtingaréttur til 65+65=130 ára sem er í raun afsal á orkuauðlindum. 

Fyrirtæki sem fer með svoleiðis nýtingarétt gæti þess vegna gert orkusölusamning við öflugan orkukaupanda, þar sem orkan væri seld á slikk en orkusöluaðilinn tæki sitt endurgjald í gegnum hagnað orkunotandans.  Alveg eins og fyrirkomulagið er núna varðandi Landsvirkjun og stóriðjuna.

Hvernig á að vera hægt að koma í veg fyrir það að erlent einkafyrirtæki geri samninga við ótal leppfyrirtæki í eigin skrifborðskúffu til að koma hagnaðinum af orkusölunni akkúrat þangað sem það vill.  Og hvernig ætla íslendingar sem eigendur auðlindarinnar þá að eignast hlutdeild í þeim hagnaði?

Magnús Sigurðsson, 17.1.2011 kl. 14:32

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er rétt þjá þér Magnús - finnst bara svo mikill "æsingur" og ólga í allri þessari umræðu þegar ég teldi að við ættum að hugsa okkur aðeins betur áður en við ráðumst nú aftur á bak á fyrri verk okkar

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér með "að við ættum að hugsa okkur aðeins betur áður en við ráðumst nú aftur á bak á fyrri verk okkar" en mér finnst Magma fléttan vera ný af nálinni og ganga út á að kollvarpa þeirri sátt sem var um auðlindir í almannaeign.

En það er satt þessar 50.000 undirskriftir eru notaðar til að slá pólitískar keilur og vissulega er maður hugsandi hvort einhvern tíma verður hægt sýna samstöðu um sjálfsögð þjóðþrifamál.

Magnús Sigurðsson, 19.1.2011 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband