Dýrkeypt Evra.

Þjóðverjar munu þurfa að spýta í lófana eigi þeir að bjarga evrunni því það mun kosta þá 6 sinnum meira en það kostaði að sameina Þýskaland. 

Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage notar Ísland sem dæmi um land sem bjargar sér sjálft með því að notast við krónuna.  Hann segir það að taka upp evru núna sé álíka gáfulegt og að stökkva um borð í Titanic eftir að það hefur siglt á ísjakann.

 


mbl.is Merkel vill ekki þýska markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver var eiginlega kostnaðurinn við að sameina Þýskaland?

Ég veit ekki betur en að þýskir skattgreiðendur séu ennþá að greiða "Solidaritätszuschlag" af laununum sínum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 12:29

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Stefán ertu með betri tilgátu?

Magnús Sigurðsson, 19.1.2011 kl. 13:07

3 identicon

Ég er ekki með neina tilgátu. ESB mun stækka björgunarstjóðinn eins og þau telja rétt. Þjóðverjar eru auðvitað ekki sáttir vegna þess að þeir hafa gert heimavinnuna sína. En þeir munu að lokum samþykkja stækkun sjóðsins. Það er hluti af því að vera í ESB og vera með evruna.

Þeir sem ég hef talað við eru ekki endilega sáttir, en þeir eru tilbúnir að gera sem gera þarf til að halda í evruna. Það er í raun ekki svo mikið.

Þeir hafa meira að segja sagt að það væri í raun hægt að skipta út krónunni fyrir evrur. Því það eru í raun smáaurar miðað við björgunarsjóðinn;)

Værum við ekki sáttir við það?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:15

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áttu við að vera sáttir við að stökkva úr björgunarbát sokkins manndrápsdalls í sökkvandi skip?

Nei ég veðjai frekar á björgunarbátinn, þrjár hænur, kartöflugarð og veiðistöng. 

Magnús Sigurðsson, 19.1.2011 kl. 15:59

5 identicon

Já, menn sem ekki hafa nein rök tala í líkingum líkt og Farage.

Evran er ekkert að fara. Það er alveg klárt mál.

Ég geri þá ráð fyrir því að þú ert sáttur við lækkun kaupmáttar og hækkun lána síðustu ára.

Ég bara spyr.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 00:14

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðan daginn Stefán.  Nei auðvitað er ég ekki sáttur við lækkun kaupmáttar og hækkun lána síðustu ára.  En það skiptir litlu máli núna í eignaleysinu.  Glataðar eignir og tækifæri verða ekki  endurheimt með evru.  Ef menn vilja varast vítin þá væri tilvalið að byrja á því að afnema verðtrygginguna sem hyskið notar til flestra sinna glæpaverka.

Talandi um rökhyggju sem tekur mið af því sem fyrir aftan er, sem sjómaður veistu að þú stýrir ekki bátnum með því að rýna í kjölfarið öðruvísi en að steyta fyrr eða síðar á skeri.

Magnús Sigurðsson, 20.1.2011 kl. 09:03

7 identicon

Það er liklega erfitt að útskýra þetta, en í Berlín bý ég við verðstöðugleika. Ég sem einstaklingur get gert áætlanir fram í tímann. Ég veit hvað öll venjuleg útgjöld munu kosta mig.

Ég veit hvað matarinnkaup munu u.þ.b. kosta mig eftir 12 mánuði meira að segja eftir 24 mánuði.

Ég færði heimilisbókhald í 5 ár og það var gott að geta skipulagt árið.

Þennan stöðugleika fáum við ekki nema með öðrum gjaldmiðli. Því miður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 09:13

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég veit hvað þú ert að meina Stefán og var á nákvæmlega sömu skoðun og þú fram til 2008.  En núna held ég að við verðum að taka til heima hjá okkur áður en við ákveðum annað. 

Því miður leikur sama hyskið lausum hala á Íslandi og á meðan breytir engu hvort við höfum evru eða krónu, hyskið hefur öll ráð í hendi sér með að hirða aurinn af okkur.  Þess vegna veðja ég frekar á  þrjár hænur, kartöflugarð og veiðistöng.

Hafðu það gott í Berlín.

Magnús Sigurðsson, 20.1.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband