31.1.2011 | 17:43
Drama drottningarnar sýna sig.
Drottningar hrunsins vilja nú baða sig sviðsljósinu. Enda langt um liðið og varla neitt færi gefist síðan ísbjörninn var skotinn á Skaga og Davíð stakk upp á Þjóðstjórn. Áður en búrkubannið kemur til umræðu á Alþingi sting ég upp á að drama drottningarnar verði bannaðar.
Vill ekki banna búrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert s.s. sammála Ögmundi... eða ertu bara að nota tækifærið í skítkast?
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 17:48
Sæll Gunnar; það á ekki að vera neitt í þessu sem gefur það til kynna að ég sé sammála Ögmundi. Ef þú vilt túlka skoðun mína á drama trottningunum sem skítkast; þá verður svo að vera.
Magnús Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 17:54
Allt getur gerst,ég er í fyrsta sinn sammála Þorgerði Katrínu::::::ENGAR BÚRKUR HÉR,sjáið vandræðin í Evrópu.Frakkar hafa bannað búrkur. Þetta er auðveldasta leiðin fyrir hryðjuverkafólk að klæðast búrku,,,,það setur í mann hroll.
Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:59
Númi; þér finnst semsagt í lagi að ljóshærða dramadrottningin beri kyndilinn í stóra búrkumálinu á Alþingi Íslendinga?
Magnús Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 18:03
Þá hefur Ögmundur afhjúpað sig sem landsins argasta afturhald. Miðað við afstöðu hans til hæstaréttar kemur þetta ekki á óvart.
Þetta er líka maðurinn sem snérist í Icesave-málinu og vill nú endilega láta landsmenn greiða forsendulausar kröfur, sem nýlenduveldin eru hætt að reyna að innheimta. Væri ekki rétt að senda þessa afturhalds-búrku til Saudi-Arabíu ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2011 kl. 18:07
Mér er alveg sama hver ber kyndilinn, einhver verður að gera það og ég sé ekkert úrval af kyndilberum standa í röð til að sinna þessu máli.. Það sem kemur þá vonandi í kjölfarið er það sem skiptir raunverulegu máli. Mér leiðist svona skítkast.
Bergljót Gunnarsdóttir, 31.1.2011 kl. 19:18
Burt með búrkur. Ekki spurning. Og burt með Ögmund fyrst að þetta er hans skoðun og alla aðra sem deila henni með honum.
Jón Flón (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:02
Þeim sem leiðist að "skítkast" í dramadrottningarnar hefur væntanlega hugkvæms að þær hefðu haft betri aðstöðu sem ráðherrar í hrunastjórninni, til að ná fram mannréttindum múslímskra kvenna sem hugsanlega kynnu að klæðast búrku á Íslandi. Nú er það ekki svo að búrkan hafi verið fundin upp eftir hrun, frekar en lýðskrumið.
Magnús Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 20:11
Mér finnst pólitísk reiði og vonbrigði ekkert koma þessu máli við. Ég get alveg upplýst að ég er enginn stuðningsmaður Þorgerðar Katrínar, öðru nær. En ef þú greinir hugsanir þínar aðeins í sundur sérðu að þú ert að blanda svo gjörólíkum málum saman að það nálgast að ræða himin og jörð í sama orðinu.
Allir heilvita menn vita að búrkan kemur fallinu ekkert við, en ertu svo reiður að þú getir ekki á nokkurn hátt metið það sem vel er gert, af því einu að flutningsmaðurinn er ekki á þínum flokki. Ef við ætlum okkur að hugsa þannig verður aldrei neitt gert nema að þrátta og standa í vegi fyrir þjóðþrifamálum.
Ég hef lýst afstöðu minni til þessa máls og þær sem bera kyndilinn fá allmörg prik í mínum huga fyrir það. Það er kominn tími til að taka afstöðu í málinu, áður en búrkuklæddar konur byrja að flytja til landsins, en þær yrðu ekki öfundsverðar í íslensku samfélagi. Í guðanna bænum, ekki leika einhverja dramadrottningu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 31.1.2011 kl. 20:30
Hefurðu séð búrku á Íslandi Bergljót? Ég er kannski fáviti en ég hef hvorki séð búrku, né ráðherra hrunstjórnarinnar axla ábyrgð.
Magnús Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 20:41
Það er einmitt málið, Magnús. Við eigum að banna þennan fjanda, áður en málið snýr að einhverjum persónum sem þegar búa í landinu. Ef við bönnum þetta strax, þá eru það einfaldlega skilaboð til þeirra sem vilja flytja hingað. "Take it or leve it".
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 20:58
.... "leave it"
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 20:59
Ég endurtek að búrkan kemur hruninu ekkert við, en auðvitað er mér svona mikið niðri fyrir til þess að hún verði bönnuð áður en til kæmi að taka einstakar konur út úr samfélaginu og banna þeim að klæðast þeim. Það vita jú flestir þetta með að byrgja brunninn etc. Mér er alveg sama um hvað þér finnst um einstaka ráðherra, ef það á að spyrða það álit við þessa umræðu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 31.1.2011 kl. 21:15
Það er einhver misskilningur í gangi með þessa færslu hjá mér, hún er ekki um það hvort felubúningur eigi að vera löglegur eða ólöglegur, hún er um lýðskrum.
Magnús Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 23:40
Ég skil ekki.... er þá tillaga um að banna búrkur, "lýðskrum", af því Þorgerður kom með hana?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:16
Svo því sé haldið til haga... ég VAR aðdáandi Þorgerðar fyrir bankahrun. Í dag finnst mér að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Ekki beinlínis vegna þess að ég treysti henni, heldur vegna þess að þingmenn eiga að vera hafnir yfir vafa um heilindi. Auk þess finnst mér að þingmenn eigi yfir höfuð ekki að eiga hlutabréf í stórfyrirtækjum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:19
... vegna þess að ég treysti henni ekki... átti þetta að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:20
Hvorki þingmenn né makar þeirra eiga hlutabréf í stórfyrirtækjum... svo þetta komist nú skiljanlega frá mér
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:21
Gunnar, það að koma fram með umdeilda tillögu núna, en ekki þegar þær stöllur sátu á valdastól þar sem aðstaða þeirra var mun betri við að koma sínum hjartans mannréttindamálum fram, bendir til lýðskrums.
Þetta er tillaga sem t.d. Bergljót sér "ekkert úrval af kyndilberum standa í röð til að sinna" en hún getur "alveg upplýst að hún er enginn stuðningsmaður Þorgerðar Katrínar, öðru nær" en "þær sem bera kyndilinn fá allmörg prik" hjá henni. Eins og þú sérð þá er lýðskrumiðað virka í sumum tilvikum hvað Þorgerði varðar. Þó að ég sé ekki heilvita þá skil ég það.
Ég er sammála þér um að Þorgerður "eigi að segja af sér þingmennsku" og meira en það hún á að vera búin að því fyrir þó nokkru síðan og ekki bara hún ein.
Magnús Sigurðsson, 1.2.2011 kl. 09:02
tetta er alveg ret hja ter Magnus taer eru bara ad reina ad lata taka eftir ser . og svo er tad naturulega bonus ad folk gleimir tvi sem skiftir mali a medan tad er verid ad rivast um eitkvad sem skiftir engu mali
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:54
kúunnartæki múslimskra kalla yfir eign sinni - ég segji NEI
Jón Snæbjörnsson, 2.2.2011 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.