1.2.2011 | 12:33
Bólusetning nei takk.
Það hafa lengi verið uppi deildar meiningar um gagnsemi bólusetninga og jafnvel hafa komið fram upplýsingar sem hafa bent til skaðsemi þeirra. Þetta átti m.a. við um pandermix bóluefnið sem notað er hér á landi sem vörn við svínaflensu. Það voru mörg lönd sem notuðu ekki þetta bóluefni og víða í bloggheimum voru uppi miklar efasemdir um bóluefnið. Ekkert af þessum efasemdum voru áberandi í fjölmiðlum.
Sóttvarnalæknir hefur hamrað á að sem flestir Íslendingar fari í bólusetningu við svínaflensu. Flensu sem er í flestum löndum er orðið viðurkennt að vara gróða plott lyfjaiðnaðarins og uppi eru spurningar um hvort hún er ekki hreinlega afkvæmi hans. Lyfjaiðnaðurinn gerir allt til að græða enda að stærstum hluta í eigu sömu aðila og bankarnir.
Hér er vönduð heimildarmynd um lyfjaiðnaðinn sem gefur sýn á hvernig sambandi hans við lækna er háttað þegar markaðssetning lyfja er annars vegar.
Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á að brenna bókasafnið vegna nokkra slæmra bóka?
Auðvitað vilja lyfjafyrirtæki græða, hvaða fyrirtæki vill ekki græða? Það er hlutverk almennings og stjórnvalda að hindra að sú gróðastefni bitni á heilsu fólks. En það er fáránlegt að henda burtu almennri skynsemi í sama vettvangi.
Bólusetningar er eitt það besta sem hefur komið fyrir mannkynið. Einstaka bóluefni hafa kannski annarlegar aukaverkanir, en það er ekkert nýtt að sum lyf og lyfjakokteilar hafi aukaverkanir. Það þýðir ekki að við þurfum að henda burtu öllum lyfjum.
Halldór Benediktsson, 1.2.2011 kl. 12:52
Þú ert kannski að misskilja mig Halldór kannski vegna þess að fyrirsögnin er "Bólusetning nei takk", en þar er ég að svar fyrir sjálfan mig. Ég er að benda fólki á að skoða þessi mál sjálft út frá fleiri hliðum, bendi t.d. á þessa heimildamynd um lyfjaiðnaðinn.
Magnús Sigurðsson, 1.2.2011 kl. 13:30
Magnús, takk fyrir þennan pistil.
Bólusetningar við sjúkdómum eins og berklum, lömunarveiki og fleiri alvarlegum sjúkdómum eru réttar að mínu mati, því afleiðingarnar af að bólusetja ekki eru mjög alvarlegar. Alla vega á meðan ekki hefur tekist að koma réttu mataræði, náttúrulækningum/grasalækningum aftur upp á alþjóðlegt viðurkennt yfirborð. þær lækningar eru miklu eldri og öruggari en nútíma vísindalækningar. Á markaðnum einoka kemísku lyfjaframleiðendurnir og hóta vísindalæknunum ef þeir voga sér að fara inná mannúðlegar grasalækninga-brautir.
En bólusetningar við hættulausum flensum eins og svínaflensu með bóluefni sem hálfdrepur fleiri en það hjálpar eru verri en ekkert. það á að hlusta á aðvaranir þeirra sem ekki eru undir kúgunar-hótunum lyfjamafíunnar/bankamafíunnar eins og þú segir réttilega í pistlinum. það er vitað að bóluefnið við svínaflensu er hættulegra en svínaflensan sjálf. En það var ekki hlustað á aðvaranir þeirra sem þorðu að setja sig upp á móti lyfjamafíu/banka-fjölmiðluninni. það er falskt öryggi að fylgja svikaklíku.
það er gott að sannleiks-umræðan er að komast uppá yfirborðið, og ekki seinna vænna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2011 kl. 13:48
Magnús, jæja það er þá komið til skila það sem þú hugsaðir þér.
Anna Sigríður, samsæriskenningar eru á útopnu í kringum bólusetningar og það ber að varast það.
Virku efnin í lyfjum eru í flestum tilfellum fengin úr plöntum og ef þau virka þá taka lyfjafyrirtækin þau upp á sína arma og búa til lyf úr þeim til að selja. Ef þau virka ekki þá eru þau ekki notuð. Svo einfalt er það. Þess vegna er öruggt að segja að grasalækningar hafa ekkert sem lyfjafyrirtækin hafa ekki nú þegar.
Halldór Benediktsson, 1.2.2011 kl. 15:46
Anna Sigríður; ég get tekið undir með þér um þá sjúkdóma sem þú nefnir hvað bólusetningu varðar. En þegar kemur að umgangspestum s.s. flensu þá treysti ég á eigið ónæmiskerfi gömul þjóðráð s.s. lýsi og hollt mataræði. Allavega ég hugsa mig vel um áður en ég læt dæla í mig framleiðslu lyfjaiðnaðarins.
Ég hef verið að kynna mér áhugaverða bók um náttúrulækningar. Það sem gerir að þær eru ekki meira notaðar er að þær eru fyrst og fremst einstaklingsmiðaðar á meðan lyflækningar eru miðaðar að fjöldanum. Þess vegna er erfiðara að færa sönnur á gagnsemi náttúrlækninga en lyflækninga eftir þeim ferlum sem viðurkenndir eru.
Halldór;það var ekki meiningin að vera villandi, en þessi frétt fjallar um rannsókn á pandemix bóluefninu sem er notað til að bólusetja við svínaflensu á Íslandi. Ekki það að ég ætli að gera mig að einhverjum sérfræðingi, en þá var þetta var mikið í umræðunni fyrir rúmu ári síðan eins og sjá má m.a. á þessu bloggi.
Mér finnst ágætt að nota bloggið til að afla upplýsinga sem ekki koma alltaf fram í fjölmiðlum. Það má kalla það samsæriskenningar fyrir mér. En endilega ef þú hefur tíma horfðu á heimildamyndina hérna fyrir ofan hún drepur engan.
Magnús Sigurðsson, 1.2.2011 kl. 16:53
http://thecrowhouse.com/makingakilling.html
her er mindband firir tunglinda, gaman vaeri ad vita kvad tad eru margir sem sem eru a tessum lifjum kanski 25%af Islendingum
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 00:13
Fyrirsögn er algerlega óviðeigandi. Er til þess fallin að fólk dissi allar bólusetningar;
doctore (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 09:02
Helgi; þetta er áhugaverð mynd og lýsir vel hvernig það það má greina einhvern sjúkdóm hjá flestum sem leiðir til lyfjatöku og þar með gróða fyrir lyfjaiðnaðinn. Við öllum mínum disorderum og syndromum hef ég tekið lýsis til þessa og trúið mér það virkar.
Doctore; ég hef ekki trú á að sannfæringarmáttur minn sé það mikill að ég fái fólk til að dissa bólusetningar, þrátt fyrir fyrirsögnina. Hins vegar finnist mér skrítið ef yfir 90% fólks dissaði ekki árlegar bólusetningar við umgangspestum.
Magnús Sigurðsson, 2.2.2011 kl. 09:24
eins og þú Magnús þá segji ég enn og aftur NEI takk
Jón Snæbjörnsson, 2.2.2011 kl. 09:40
"deildar meiningar um gagnsemi bólusetninga"
Smallpox.....nuff said.
sverrir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 09:59
Jón; mig langar til að gefa tengil yfir á síðuna þína, því þar er vægast sagt athygliverð frásögn af afleiðingum svínaflensubólusetningu. Vonandi er það í lagi.
Sverrir; ég er ekki að kveikja.
Magnús Sigurðsson, 2.2.2011 kl. 11:09
Ég setti inn SANNA dæmisögu um svínaflensubólusetninguna á síðu Jóns Snæbjörnssonar, endilega ef fólk er að velkjast í einhverjum vafa hvet ég fólk til að lesa um þetta tilfelli. Ég starfaði fyrir 10 árum síðan sem kennari í framhaldsskóla hér á höfuðborgarsvæðinu, þar voru allir kennararnir "skikkaðir" í flensusprautu, það er í eina skipti sem ég hef veikst af flensu...............
Jóhann Elíasson, 2.2.2011 kl. 11:16
Jóhann; takk fyrir innlitið. Ég hvet alla til að lesa frásögn Jóhanns á síðunni hans Jóns. Sjá hér.
Magnús Sigurðsson, 2.2.2011 kl. 11:24
Það sem Sverrir er að benda á er að skipulagðar bólusetningar útrýmdum bólusótt(smallpox)!
Sigurður (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 14:10
Svona tal eins og þú ert með... er akkúrat það sem hefur orsakað að foreldrar erlendis eru að hætta að láta bólusetja við alvarlegum sjúkdómum, sem nú eru að taka sig upp aftur.
Jóhann er líka að þvæla svona "samsærishjal"... ég fékk flesnusprautu og það var í eina skiptið sem ég fékk flensu... hefur einhver heyrt aðra eins þvælu úr nokkrum manni; Þarna siglir Jóhann beint á sker fáfræði og vanþekkingar..
Sjálfskipaðir sérfræðingar í rugli og bulli vaða um allt.. það er verið að gabba okkur, bla bla væl vol og skæl.
doctore (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 14:37
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.2.2011 kl. 14:46
Sigurður; hvað kemur þetta umgangspestum við?
Doctore; það er ekki gott ef það að benda fólki á að kynna sér málin verður til þess að fólk verður bla, blabandi, gapandi vitleysingjar. Myndir þú t.d. trúa því að þú gætir bólusett þig fyrir bílslysi héldi lyfjaiðnaðurinn því fram?
Tinna; "En bólusetningar við hættulausum flensum eins og svínaflensu [...]" Eru þetta mín orð?
Ég ætla ekki að segja neinum hvað hann á að gera ég er að benda fólki á að kynna sér málin. Varðandi fréttina sem þú tilgreinir, hefði ég í þeim sporum bent fólki á að leita læknis í tíma, ég myndi fara varlega í að hvetja fólk til bólusetninga við umgangspestum.
Til að svara þér vísindalega þá ætla ég að benda þér á að ekki eru óyggjandi sannanir fyrir því að bein tengsl séu á milli þessa slæma tilfellis og að ekki hafi verið bólusett.
Magnús Sigurðsson, 2.2.2011 kl. 16:53
Í sambandi við umræðu um bólusetningu og er rétt að minna á nýlegt dæmi sem sé söguna um Andrew Wakefield, sem nýlega var sviptur ærunni fyrir að hafa falsað gögn í rannsókn sem hann annaðhvort gerði , eða þóttist hafa gert og birti í virtu læknatímariti. Rannsóknin átti að hafa sýnt fram á samband milli bólusetninga og einhverfu og var skáldskapur einn. M.a kom í ljós kom að Wakefield fékk greiðslur undir borðið frá lögfræðingum sem voru í málarekstri við lyfjafyritæki sem framleiddi bóluefnið sem um var fjallað, á þessum forsendum. Þess utan fékk hann greiðslur frá öðrum lyfjaframleiðendum , sem áttu einkaleyfisumsóknir sem áttu allt undir því að bóluefnið umrædda yrði úrskurðað hættulegt.
Fjöldi fólks gleypti þessar niðurstöður hráar og a.m.k. ennþá eru í gangi fjöldinn allur að bloggsíðum sem enn halda dellunni fram , og hafa ýmsar kenningar á lofti um samsæri lyfjaframleiðenda gagnvart hr. Wakefield, hvað sem staðreyndum líður. Og barnadauði af t.d. völdum mýslinga hefur snarhækkað í sumum löndum , af því stór hópur fólks fólk er búið að fá það á heilann að allar bólusetningar séu stórhættulegar.
En nóg um það, vera kann að svínaflensubólusetningar séu gróðaplott lyfjaframleiðenda, um það veit ég ekki, en ég vildi bara minna á að það geta verið tvær hliðar á því máli, og þeir sem halda því fram gætu þess vegna haft eitthvað annað að leiðarljósi en velferð almennings.
Bjössi (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 09:41
Bjössi;ég hef lesið um þetta mál sem þú tilgreinir og tek undir það með þér að það eru tvær hliðar á þessum málum. Það er þess vegna sem ég er að benda á heimildarmyndina sem er hérna í færslunni, það ætti hver og einn að kynna sér hvernig lyfjaiðnaðurinn starfar. Ég fer ekki í grafgötur með það hvað mér finnst um árlegar bólusetningar við umgangspestum, eða lyf sem lausnir við ókomnum sjúkdómum yfirleitt. En það er mín afstað, hver og einn ætti að kynna sér lyfjaiðnaðinn en ekki láta áróður villa sér sýn.
Magnús Sigurðsson, 3.2.2011 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.