Geta haldið áfram að gera í buxurnar.

Sturla Jónson verktaki og mótmælandi var fulltrúi litla mannsins í Valhöll í dag eftir eftir því sem fram kemur í Pressunni.  Sturla var með fyrirspurn til formanns Sjálfstæðisflokksins.

"Sturla líkti fyrsta IceSave samkomulaginu við slitnar gallabuxur sem kostuðu 10 þúsund krónur. Nýja IceSave samkomulaginu líkti hann við sömu slitnu buxurnar, sem væru á útsölu og kostuðu
3 þúsund krónur. Hann sagði að það sem Bjarni væri að bjóða upp á með afstöðu sinni væri það að taka slitnu buxurnar á 3 þúsund.

Bjarni svaraði því til að þeir sem keyptu ekki ódýru buxurnar gætu lent í því að enda allsberir.

Þá sprakk salurinn,


eins og einn fundargestur orðaði það við Pressuna." 

Það er nokkuð ljóst að Bjarni og elítan hafa orðið sér úti um buxur á útsölu til að gera í, en fyrir litla kalla eins og okkur Sturlu verður eitthvað í að við komumst aftur í buxur.  Útsölubuxur þeirra Bjarna og félaga kosta hvern vinnandi mann í landinu ca. 500.000 ef allt fer á besta veg.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sturla var bara fulltrúi Sturlu - að venju - ég ræddi aðeins við hann eftir fundinn sem og eftir fund sem hann sótti í Valhöll á fimmtudaginn.

Það er reyndar rangt haft eftir hjá þér varðandi orðaskiptin en það er ekkert nýtt hjá þér eðna hvað?

Það gleður mig hinsvegar mikið að lesa pirringinn í þér - Bjarni stóð sig vel og kom gífurlega sterkur út úr þþessum fundi.

Ég var búinn að vera arfabrjálaður út af ákvörðuninni en upplýsingar sem ég fékk í gær sem og á fundinum í dag gera það að verkum að ég er s´ttur. Sáttur við það að flokkurinn tók ábyrga afstöðu - ekki með það að þurfa að greiða eitt  eða neitt.  En sáttur við skynsamlega niðurstöðu.

Þannig að - halt þú bara áfram að fara rangt með og vera pirraður - ef þú ert athafnamaður þá býrð þú þér til atvinnu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.2.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kíktu á Pressuna Ólafur þetta er copy og paste þaðan.  Gangi þér vel að þrífa Bjarna og félaga áður en þeir fara í nýju útsölubuxurnar

Magnús Sigurðsson, 5.2.2011 kl. 18:09

3 identicon

Ég var ósátt við XD flokkinn þegar kom í ljós að þeir greiddu atkvæði með Icesave.

Ég var ekki á fundinum í dag, komst ekki. En er sátt eins og hægt er að vera þegar saklausir eiga að taka út refsingu fyrir þá seku.

En ég vona að þeim seku verði refsað þó það sé bið á því.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú hittir naglann á höfuðið Sigrún hinir seku eiga að vera búnir að svara til saka áður en við samþykkjum eitthvað sem þeir gerðu, annar mætti halda að þetta sé allt saman sjónhverfingar í átt að ESB og við blæðum ásamt afkomendum!

Sigurður Haraldsson, 6.2.2011 kl. 01:02

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:30

6 identicon

Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.

Ef við bregðumst heiminum á slíkri úrslitastundu eigum við bara skilið fátæktina sem þá kemur niður á okkar eigin börnum, því ÞAÐ ER TIL RÉTTLÁTUR DÓMUR!!!

BREYTUM RÉTT = SEGJUM NEI! 

Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.

Ég kýs ekki Icesave!

En ÞÚ?!!!

Make Poverty History!

http://www.makepovertyhistory.org

http://www.makepovertyhistory.org (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband