Samkeppni um kúnna gjaldþrota banka.

Það eru uppi vangaveltur um hvort fall Amagerankans eigi eftir að draga verulegan dilk á eftir sér.  Þetta er eitt stærsta höggið sem Danska bankakerfið hefur orðið fyrir frá því að Hróarskeldubankinn féll um mitt ár 2008.  Hvernig Danskir skattgreiðendur taka því að tryggja innistæður kúnna Amager bankans aftur, og þá hjá samkeppnisaðilunum á eftir að koma í ljós.  Ekki kæmi á óvart að Danir eigi eftir að upplifa sinn Austurvöll.

"It may turn out to be the most important bank you've never heard of."

"For two years, central bankers and government finance ministers (who know next to nothing) have been claiming that the sky will fall and there will be tanks in the streets if bondholders are forced to take losses.  Clearly that is not the case.  First Iceland, then Denmark, then Ireland.  After that, the race is on."  Meira..........

 


mbl.is Kúnnar flýja Amagerbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvernig Danskir skattgreiðendur taka því að tryggja innistæður kúnna Amager bankans aftur, og þá hjá samkeppnisaðilunum á eftir að koma í ljós. " - Hvar færðu það að Danskir skattgreiðendur tryggi innistæður í banka?

Thor Svensson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 15:52

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrri frétt um málið kom einmitt fram að skattgreiðendur tryggja ekki neitt. Innstæðueigendur þurfa því að taka á sig tap á innstæðum umfram lágmarkstrygginguna.

Þetta er rétt afgreiðsla samkvæmt gildandi lögum og reglum um innstæðutryggingar. Það sem lagt er fyrir okkur Íslendinga er hinsvegar eitthvað allt annað.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2011 kl. 16:01

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Thor, ekki ætla ég að gera mig að spesjalista í Dönskum bankamálum, en það hefur ekki farið fram hjá mér að skattgreiðendur víða um heim eru látnir taka á sig fall banka.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/02/07/danskir_skattgreidendur_tapa_a_bankagjaldthroti/

Magnús Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 16:02

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fram hefur komið að, "Danska ríkið veitti bankanum meðal annars ríkisábyrgð á 13,2 milljarða danskra króna láni, jafnvirði 280 milljarða íslenskra króna og ríkið lánaði jafnframt bankanum 1,2 milljarða danskra króna lán. Að sögn blaðsins Jyllands-Posten er að minnsta kosti helmingurinn af þessu fé tapaður."

Vitið þið hvernig ríkisábyrgðum er háttað hjá öðrum Dönskum bönkum?  Eða haldið þið að þetta sé í ætt við Íslensku leiðina við að "láta bankana falla".

Magnús Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 16:08

5 identicon

Magnús, ef maður kemur með fullyrðingu, jafnvel þó breitt sé yfir hana með spurningu, þá er lágmarksþekking á málefninu nauðsinleg. Og það var aðeins það sem ég hnýtti í með fyrri athugasemd minni.

Að ríkið verði fyrir tjóni af völdum bankagjaldþrots er ekki óalgegnt. Og rétt er að skattgreiðendur eru ekki sérlega ánægðir með það. En það er þó ofsagt að segja að "skattgreiðendur séu látnir taka á sig fall banka".

Þetta er ekkert líkt við, sem þú kallar "Íslensku leiðina". Bankinn fór einfaldlega löglega og allvenjulega á hausinn, sem gerist þegar fyrirtæki skuldar meira enn það á.

Bankar koma og fara á hverju ári í Danmörku þar sem fleirri hundruð bankar starfa. Það er þó ekki hverdagskostur að banki að þessari stærð fari yfirum. Það gerist þó af og til. Maður skal þó gæta að því, að þegar talað er um stóra banka í Danmörku, þá er ekki líklegt að Amagerbank komi upp í hugann. Þetta er því ekki eitthvað mál sem ólgar í almenningi. Venjulegur Dani ypptir kannski öxlum yfir þessu, eða í mesta lagi hristir hausinn. Svo hér er ekki um neinn Austurvöll að ræða. Lang í frá. - Þar að auki skulum við passa okkur á að líkja hruni banka í öðrum löndum við okkar mál. Hér var mjög líklega um glæpastarfsemi að ræða, þar sem m.a. yfirmenn banka lánuðu sjálfum sér fé. Og fengu líklega aðstoð stjórnmálamanna og háttsettra emættismanna við svikamyllu sína. Nokkuð sem nær algjörlega útilokað er að geti gerst í öðrum vestrænum löndum. Ekki einusinni ástandið í Írlandi er sambærilegt við okkar mál á Íslandi.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 17:42

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Thor; eins og ég segi þá á þetta eftir að koma í ljós, en fram hefur komið að Amager bankinn naut ríkisábyrgðar og að innlán voru ríkistryggð til ársloka 2009.   Það sem eftir á að koma í ljós er hversu vel fólk treystir þeim bönkum sem nú keppast um kúnnana njóti þeir ekki ríkisábyrgða.  Ég veit um fullt af fólki sem er hætt að geyma verðmæti í banka.

Hvað skattgreiðendur varðar þá hafa verið farnar mismunandi leiðir ofan í þeirra vasa.  Ég er ekki að halda því fram að sama útfærsla sé notuð við að ræna almenning á Íslandi, Danmörku og Írlandi. 

Magnús Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 17:55

7 identicon

Magnús, ég geri ráð fyrir að þegar þú segir "Amager bankinn naut ríkisábyrgðar og að innlán voru tryggð til ársloka ríkistryggð2009." Eigir þú við svokallaðann Bankpakke II; "Amagerbank har indgået aftale med staten om et statsligt kapitalindskud på 1,1 millaird kr. i form af hybrid kernekapital. Den effektive rente er fastsat til 11,01 pct. p.a. med tillæg af 0,5 pct. p.a. i rente-konverteringsprovision og konverteringsprovision frem til senest den 31. december 2014, hvorefter konverteringsprovisionen bortfalder. Renten hører til i den absolut høje ende af bankpakkestøtten. Lånet udstedes i to trancher forventeligt den 22. december 2009". Hér er ekki um ríkisábyrgð á innlánum að ræða!

Að það sé farið ofan í vasa skattgreiðenda, er svo sem ekkert nýtt. En jafn leiðinleg í hvert sinn. En í flestum vestrænum löndum falla stjórnir sem lauf ef skattgreiðendum finnst svínað á sér. Enn og aftur nokkuð sem ekki er sambærilegt við Íslenskar aðstæður.

Ég er heldur ekkert hrifin af starfsaðferðum marga fyrirtækja og þar á meðal banka. Á jafnvel til með að kalla sumar aðferðir þeirra rán, þegar illa liggur á mér. En í guðana bænum ekki líkja því saman við glæpastarfsemi þá se ríkt hefur á Íslandi í áratugi eða lengur. Þetta er einfaldlega og algjörlega ósambærilegt!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 18:27

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Thor; eins og ég sagði þá er ég ekki spesialisti í Dönskum bankamálu, þakka þér fyrir upplýsingarnar.  Ég tek þí orð trúanleg fyrir því að þessu sé betur fyrir komið í Danmörku en á Íslandi, og dreg ekki dul á það að það þarf ekki einu sinni að liggja illa á mér til að ég líki bönkum við glæpastarfsemi.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 19:02

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Thor hvar hefur þú verið? Við borgum auðvitað fall bankana og ef við gerum það ekki þá gera erlendir þjáningabræður okkar það!

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 00:22

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta tap danska ríkisins vegna Amagerbank virðist hafa verið vegna einhverskonar "neyðarlánveitinga" til bankans í aðdraganda gjaldþrotsins, hugsanlega í þeirri veiku von að reyna að bjarga honum frá falli.

Athugið samt að það er alls ekki það sama og að gangast í ábyrgð fyrir innstæðum. Í þessu tilviki voru endurheimtur innstæðueigenda í fullu samræmi við eignir þrotabúsins, það var engin ríkisábyrgð á innstæðunum, aðeins skilmálar innstæðutryggingasjóði sem þurfti ekki að láta neitt fé af hendi til að dekka innstæðurnar heldur gerði það einfaldlega með yfirtöku á eignasafni þrotabúsins. Að þessu leyti er þetta skólabókardæmi um farsæla slitameðferð gjaldþrota fjármálafyrirtækis.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2011 kl. 02:41

11 identicon

Gudmundur, Þetta er nákvæmlega málið.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband