Spyr eins og fábjáni.

Neysla landsmanna hefur greinilega dregist verulega saman á undanförnum mánuðum.  Kristín Guðmundsdóttur, forstjóra Skipta, veltir því fyrir sér hvað gerðist árið 2010 sem skýri þetta.

Til upprifjunar þá gerðist þetta m.a. árið 2010.  Ríkisstjórnin og hæstiréttur tóku endanlega af skarið með að láta almenning, þ.e. skuldug heimili og skattgreiðendur axla hrunið.  Stökkbreytt ólögleg erlend lán skyldu bera íslenska okurvexti, verðtryggð lán skyldu ekki leiðrétt og skattar á almenning voru hækkaðir verulega, í mörgum tilfellum 50-100%.  Þess í stað á að afskrifa af hrunverjum hundruð milljarða. 

Forstjóri Skipta ætti því ekki að þurfa að spyrja eins og fábjáni, hvað gerðist.  Hvað þá láta sér detta í hug að til að ná stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi aftur sé best gert með samningum um hóflegar launahækkanir til þriggja ára.  Þessi hugsunarháttur kallar einungis á enn meiri samdrátt og spurninguna um hvað gerist þá. 

Hrunverjar verða að stíga til hliðar og svikamyllan fá að falla, ef það á að vera hægt að endurreisa þetta þjóðfélag.


mbl.is Neyslan dregst hratt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband