Sammála Rússunum.

 

Það dettur sjálfsagt mörgum rökhyggjumanninum það fyrst í hug við að lesa þessa frétt að 32% Rússa séu óupplýstir hálfvitar.  En ég get svo Guð svarið að sólin snýst í kringum mig og er því sammála þessum 32% Rússa.  Það sem mér finnst athyglisverðara við fréttina er, hverskonar mönnum datt í hug að gera þessa könnun og birta hana sem vísindi.

Stundum er sannleikurinn svo skýr að ekki er hægt að greina frá honum með orðum öðruvísi en að gera sig að hálfvita.  Þeim meira sem ég hef kynnt mér heimsmynd mína, þeim skírara verður það að heimsmyndin sem ég lifi í er búin til af mér. Það eru mörg öfl sem hafa áhrif á þessa heimsmynd en á endanum er það mitt að velja og hafna.  Hvað sem öllum raunvísindum líður.

Í svona skoðanakönnun gæti verið gott að segja eins og í Cheereos auglýsingunni, "það er bara bæði betra".  Hérna fyrir neðan er myndbrot þar sem vísindamenn skýra út skammtafræði, ímyndarveruleika og hvernig heimurinn snýst.

 


mbl.is Telja sólina snúast um jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú þarft að bæta þessum vef í tenglasafnið þitt:  http://www.sprword.com/mustwatch.html

Axel Þór Kolbeinsson, 9.2.2011 kl. 23:06

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Axel.  Við fyrstu sýn líst  mér vel á og sé ekki betur en að þetta víkki sjóndeildarhringinn.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 00:06

3 identicon

Þetta er bara algjörlega dásamlegt. Takk fyrir falleg og djúpvitur orð. Já, það er sorglegt þegar fáfræðinni er flaggað sem vísindum og hinar mörgu hliðar sannleikans sagðar vera tóm hindurvitni. Það er mörgu snúið við í dag og viðsnúningurinn skapar innri og ytri fangelsis múra. "Sannleikurinn gerir yður frjáls", en ekki hvaða sannleikur sem er og þann sannleika lærir þú ekki í skóla og fjölmiðlum sem "staðreyndir". Gaman að enn sé til fallega hugsandi fólk í heiminum.

Takk. (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband