10.2.2011 | 10:32
Einföld lagasetning leysir málið.
Samtök atvinnurekenda og launþega eru uppi með sitthvora kröfugerðina á ríkisstjórnina. Hækkun bóta og trygging kvóta. Hvorug krafan kemur launafólki né þorra atvinnurekenda nokkuð við. Þangað til ríkisstjórnin hefur gengið að kröfunum verður ekki samið.
Þegar gengið verður að kröfunum ætla þau að semja um tilbrigði við "þjóðarsátt". Sennilega í anda þeirrar sem heil þjóð þrammaði á eftir fram af bjargbrúninni. Höfundar hrunsins sitja nú allt í kringum borðið án þess að skilja baun í því fyrir hverja þeir sitja.
Atvinnurekendur sitja uppi með samtök sem hafa ekkert að gera með hagsmuna þeirra, vinnandi fólk með samtök sem berst fyrir rétti þeirra sem ekki vinna og þjóðin situr uppi með ríkisstjórn sem er ákveðin að hafa allt af henni og skattleggja til helvítis.
Til er einföld aðferð til að hækka laun all verulega og auka þannig skatttekjur ríkissjóðs; samtök atvinnulífsins, verkalýðsforustan og alþingismenn sættast á að setja það í lög að þeir sjálfir hafi aldrei hærri laun en sem nemur lágmarkslaunum og ríkisstjórnin lækki skatta.
Rætt um kjaramál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.