18.3.2011 | 15:38
Fryrstihús verður að sköpunarmiðstöð.
Síðan í fyrra sumar hafa ungir listamenn, þau Rósa Valtengojer og Zdenek Patak unnið að hugmyndum um að gera yfirgefið frystihús á Stöðvarfirði að sköpunar og menningarmiðstöð þar sem áætlað er að bjóða upp á aðstöðu fyrir hina ýmsu viðburði. Zdenek kemur frá Prag í Tékklandi en Rósa er Stöðfirðingur, hugmyndir þeirra hjóna ganga út á að gera frystihúsið af þeim miðpunkti Stöðvarfjarðar sem það var áður fyrr auk aðdráttarafls fyrir menningar og listviðburði alstaðar að úr heiminum. Til stendur að stofna samvinnufélag um verkefnið svo allir þeir sem áhuga hafa á geti lagt verkefninu lið.
Í október tókst þessum ungu hjónum hið ómögulega, það er að fá alla þingmenn N-austurskjördæmis þ.m.t. fjármálaráðherra til að koma á Stöðvarfjörð til að vera viðstadda kynningarfund um verkefnið í troðfullri Brekkunni veitingahúsi á Stöðvarfirði. Eins hafa þau Zdenek og Rósa aflað fjölda samstarfsaðila, með því að kynna verkefnið á listaráðstefnu í Stokkhólmi sl. haust og í hinum þekkta Central Saint Martins College of Art and Designí London. Nú á vormánuðum mun Zdenek kynna verkefnið í Zagreb í Serbíu. Sannfæringarkraftur þeirra og hversu vel þeim tekst að leiða kosti verkefnisins öðrum fyrir sjónir er ótrúlegur. Í miðjum niðurskurði fjárlaga s.l. sá fjárveitingarnefnd Alþingis sér fært að setja smá upphæð í verkefnið sem nægir til að ýta því úr vör.
Í gegnum tíðina hefur hæfileikafólk á Stöðvarfirði nýtt íslensk hráefni til markaðssetningar, má þar t.d. nefna ullarhandverk auk matvælaframleiðslu beint úr nánasta umhverfi, s.s. fjallgrös, ber og pabbabara sem notað hefur verið í brauð, sultur og sælgæti. Auk þess sem varla þarf að minnast á það augljósa, að áratuga hefð er fyrir harðfiskverkun og því sem sjórinn gefur.
Undanfarin tvö sumur hefur heimafólk rekið markað fyrir handverki og heimafengið hráefni undir heitinu Salthúsmarkaðurinn. Til að auka aðdráttarafl markaðarins var sumarið 2009 boðið upp á myndasýningu og video verk sem sýndu íslenskan sjávarútveg. Almenn ánægja var með útkomu Salthúsmarkaðsins og framhald ákveðið. Sumarið 2010 komu 24 ungir listamenn frá Reykjavík auk Belgíu og Skotlandi dvöldu í Salthúsinu í 10 daga og settu upp sýninguna Æringur 2010.
Hugmyndin með Frystihúsinu er að skapa varanlegan grundvöll fyrir staðbundið framtaki af þessu tagi auk aðstöðu fyrir hina ýmsu listamenn til að stunda list sína s.s. ljósmyndastudio, hljóðver ofl. ofl.. Með því að bjóða upp á aðstöðu á einum stað þar sem ýmsir þættir menningar og listar kæmu saman myndi það virkja gagnkvæmt aðdráttarafl og auðvelda frekari vöxt.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Athugasemdir
Listin er ,,frystihús framtíðarinnar" og þetta er mögnuð hugmyn, hér á Ísó höfum við eimitt verið að hreiðra um okkur í Norðurtanga þar sem áður var frystihús - höfum lagt undir okkur efstu hæðina og þar eru nú stór hópur listafólks með vinnuaðstöðu og í næstu viku opnum við gallerý þar. Nú er bara að vona að Austurvallaleikhúsið stiðji við þessar pælingar og listina almenn því hún er okkar stóriðja
Elfar Logi Hannesson, 20.3.2011 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.