Haugalygi.

Þær skoðanakannanir sem fram hafa komið að undanförnu eru nánast skáldskapur.  Þessi könnun er úr sama úrtaki og sömu úthringingu og skoðanaönnun Fréttablaðsins vegna icsave í síðustu viku þegar tæp 62 % þjóðarinnar voru sögð styðja icesave samningana.  Þessi könnun segir aðeins eitt þ.e. að flokkarnir á Alþingi eru trausti rúnir.  Það er hauga lygi að ætla að Samfylkingin fengi 26% atkvæða, samkvæmt könnuninni, og VG 15,7%.  Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,2% os.f.v..

Því fram kemur á Vísi að þráspurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu".

Hvernig ætli hafi verið þráspurt og afstaða svarenda teygð og toguð við að ná já nákvæmninni við icesave spurningunni?   Það skilja fáir útkomuna út úr þeirri könnun.  

Það er líklega mun meir að marka aðrar niðurstöður skoðankannanna s.s. að tæp  50% vildu ekkert með fjórflokkinn hafa þrátt fyrir að það væri þráspurt,  50% vilja að forsetinn bjóði sig fram 2012 og að alþingi nýtur aðeins 11% trausts á meðal þjóðarinnar.  Það kæmi á óvart ef miðað við það sem raunverulega má lesa út úr könnunum ef icesave verður ekki fellt með 70 -80%, enda þarf stórskrítið fólk til að samþykkja samningin þann.

Með því að bera saman fréttirnar á vísi hér fyrir neðan má sjá að um sömu könnunina er að ræða.

http://www.visir.is/ekkert-dregur-ur-oanaegju-med-stjornmalaflokkana/article/2011702289965

http://www.visir.is/rum-60-prosent-segja-ja-vid-icesave/article/2011702259957

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband