Er ekki kominn tími til að þjóðin taki í taumana?

Það er vandséð hvernig opin og frjáls umræða á að fara fram í fjölmiðlum og erfitt er að sjá það fyrir hvernig óháð upplýsing um icesave á að geta komið frá hinu opinbera.  Fólk verður að taka afstöðu samkvæmt réttlætistilfinningu sinni það er hætt við að öll kynning á icesave verði í formi pólitísks áróðurs.

Ég vil vekja athygli á pistli Jónness Björns á http://www.vald.org/ .

Íslenska stjórnmálastéttin er siðlaus

Bráðum verða liðin tvö og hálft ár frá hruni og við getum farið að gera okkur nokkuð góða grein fyrir aðgerðum stjórnvalda, hvernig tekið hefur verið á málunum og hvernig framtíðasýnin lítur út. Í stuttu máli þá hefur fjórflokkurinn algjörlega brugðist. Verk frekar en blaður stjórnmálastéttarinnar sýna líka að hún er siðlaus.

Stjórnmálamennirnir brugðust þjóðinni annað hvort vegna ótrúlegar vankunnáttu í starfi eða spillingar sem múlbatt þá við glæpagengið sem rændi landið. Báðir möguleikar eru afleitir. Það leikur hins vegar enginn vafi á siðleysi stjórnmálamanna sem stilla hlutunum upp í þannig forgangsröð að saklaust fólk er borið út á götu í hrönnum á meðan sá hluti ríkisbáknsins sem snýr að þeim sjálfum færir engar fórnir.

Stjórnmálastéttin sem réði ferðinni fyrir hrun baðaði sig í kúlulánum frá glæpagenginu. Kúlulán eru óeðlileg og víðast ólögleg. William Black kallar þau mútur. Þegar menn slá lán án þess að leggja fram aðra tryggingu en lánið sjálft í einhverri mynd-einkum þegar lánið rennur í sérstaklega útbúið sjálfseignarfélag, sem kemur til með að halda eftir gróðanum, en lætur hugsanlegt tap hverfa-þá eru þeir að taka við mútum, sagði Black á fundi í Háskóla Íslands í maí 2010. Í stuttu máli, lán sem aldrei þarf að endurgreiða en getur skilað miklum gróða er ekki lán heldur mútur.

Það segir mikið um hefðbundið siðleysi hjá pólitísku stéttinni á Íslandi að hver og einn einasti þingmaður sem fékk kúlulán skuli ekki hafa tekið pokann sinn og hætt afskiptum af stjórnmálum. Við getum hengt okkur upp á að það hefði gerst á öllum hinum Norðurlöndunum.  Meira...


mbl.is Krefst óháðra upplýsinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Einmitt ! þetta er kjarninn og ástæðan fyrir þessu feigðarflani, "hvítflibbaelítan" er í örvæntingu að klóra í bakkann með "Grýlusögum" vel studd af valdasjúkum ráðamönnum, en kíktu á ÞESSA frétt hjá ABC Nyheter í dag Magnús ! þetta er bara frétt, staðreynd, ekkert pólítískt á bakvið, maður verður að leita svoldið hér og þar í öllu áróðurflóðinu til stuðnings Icesave III, en fleiri og fleiri "Grýlur" eru að geyspa golunni, þær gera það gjarnan þegar skynsemin og frjálsi hugurinn skoðar þær.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 28.2.2011 kl. 19:34

2 identicon

Því miður er það svo að enginn fjölmiðill á Íslandi er ekki tengdur einhverjum einum eða fleiri stjórnmálaflokkum.

Ekki einu sinni RÚV er laust við spillingu og/eða valdahræðslu og birta því sjaldnast eða jafnvel aldrei það sem kemur sitjandi stjórn illa sem er í raun það sama og JÁ-menn bankanna gerðu í "góðærinu".

Ef þetta fer ekki almenna kynningarleið er ekki hægt að horfa á þetta sem annað en lýðskrum og tilraun til valdbeitinga/valdaráns.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kristján, takk fyrir ábendinguna, það eru glæpamenn við völd það verður augljósara með hverjum deginum.

Óskar, RUV er ekki vitund skárri en hinir fjölmiðlarnir.  Núna fyrsta frétt í aðalfrétttímanum tvö kvöld í röð verið áróður með icesave.  Ekki orð um að allt að 1200 ma geta fallið á skattgreiðendur við að samþykkja icesave en látið að því liggja skuldin verði engin við samþykki en 700 ma við höfnun.

Þessa ábendingu fékk ég frá Friðrik Hansen um daginn; 

"Allt þrotabú Landsbankans er undir í þessum samningum. Bretar og Hollendingar fá 48% af þrotabúin skv. Pari Passu samningnum sem er hliðarsamningur við Icesave, sjá umsögn InDefence um það mál hér á bls 22. Þetta fá þeir af því þeir segjast hafa sett 500 ma. til að tryggja innistæður yfir 20.887 evrum.

Íslenski Tryggingasjóðurinn fær 51% af þrotabúinu til að tryggja lágmarksinnistæður 20.887 evrur per reikning. Það sem upp á vantar borgum ég og þú.

Ef neyðarlögunum er hnekkt þá fá Bretar og Hollendingar ekki 48% af þrotabúinu, þ.e fá ekki krónu úr Pari Passu samningnum.

Þá stefna þeir okkur fyrir dóm í Hollandi til greiðslu á þessu fé, þessum 500 ma. skv. Icesave 3 og þeirri ríkisábyrgð sem á þeim samningi er. Munum það að þessi Hollenski dómstóll mun dæma í ágreiningsmálum vegna Icesave eftir breskum lögum.

Hvernig heldur þú að sá dómur fari?

Þess vegna segi ég að það falla 1.200 ma. á ríkisjóð verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi."

Magnús Sigurðsson, 28.2.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband