2.3.2011 | 09:04
Félagi Baldur Hermannson stendur í ströngu.
Baldur Hermannson er einhver litríkasti bloggarinn hérna á mbl blogginu. Það þarf einbeittan vilja til að skilja ekki húmorinn hans Baldurs. Hvernig verður komið fyrir málfrelsi og hressilegri umræðu ef vinnustaðir eins og Flensborg fara almennt að veita starfsfólki áminningu vegna ummæla á óskyldum vettvangi s.s. bloggsíðum og facebook?
Það er greinilegt á fréttum síðustu daga að DV er komið í krossferð gegn Baldri Hermannsyni og heldur aðförinni áfram dag eftir dag. Eftir að hafa gert heimildaþættina "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" ætti Baldri að hafa verið það ljóst að gálgahúmor getur vakið upp einkennilegar hvatir sem fólk er tilbúið til að láta bitna á hlutaðeigenda á óskildum vettvangi.
http://www.dv.is/frettir/2011/3/1/kennari-vid-flensborg-hvatti-til-kynferdisofbeldis/
http://www.dv.is/frettir/2011/3/1/kennari-aminntur-fyrir-ummaeli-um-kynferdisofbeldi/
http://www.dv.is/frettir/2011/3/2/kennari-sagdi-konur-dreyma-um-naudgun-bara-gert-til-ad-strida/
Kennari áminntur fyrir bloggfærslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki húmor að tala niður til kvenna, Magnús, en það er greinilegt á þínum skrifum að þú veist ekki hvað ég er að tala um. Ég á konu og dóttur og ekki grínast ég í þeim um að innst inni langi þeim að vera nauðgað. Kannski gerir þú það við þínar dætur? Ef þú spyrð mig, sem þú ert reyndar ekki að gera, þá finnst mér þetta draga töluvert úr manndómi Baldurs. Og þeim sem honum fylgja. En það er bara mín skoðun.
Jón Flón (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 09:40
Jón Flón, þetta snýst ekki um húmor. Þetta snýst um málfrelsi. Það er óðarfi að ætla mér að tala niður til kvenna þó svo að mér finnist ekki rétt að áminna Baldur í starfi fyrir ummæli sem hann lætur flakka í galsa á óskildum vettvangi.
Magnús Sigurðsson, 2.3.2011 kl. 09:55
Bíddu snýst þetta um málfrelsi?
Maðurinn er að tala um að lemja fólk og meiða og áreita konur?
Húmor eða ekki (mjög erfitt að sjá að hann væri að grínast sko) þá er þetta ekki hlutur sem að maður grínast með opinberlega held ég.
Málfrelsi er allt gott og blessað svo lengi sem að það kemur ekki niður á öðrum s.s. svertir "æru" fólks eða einmitt snýst um að hvetja til ofbeldis. Það eru þessi undantekningarákvæði í nánast öllum lögum landa í kringum okkur og okkar lögum.
Þannig að ef að maðurinn getur ekki tekið ábyrgð og þolað viðurlögin eða afleiðingar orða sinna hvort sem að um heimskulegt djók var að ræða eða alvöru þá á hann í raun að halda kjafti eða í það minnsta ekki vera svo vitlaus að viðra þetta fyrir framan alþjóð.
Skaz, 2.3.2011 kl. 13:07
Skaz, menn verða að hafa leifi til að segja "heimskulegt djók" án þess að það sé slitið úr samhengi og dregið af annarlegum ástæðum inn í fjölmiðla til að ná sér niður á viðkomandi. Í ilfelli Baldurs veltir DV sér upp úr gömlum facebook færslum og bloggi, dag eftir dag.
Ef einhver man eftir þáttunum hans Baldurs "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" sem sýndir voru á rúv um árið, Þá ullu þeir miklu deilum á sínum tíma. Voru meðal annars teknir fyrir í áramótaskaupinu það árið. Atriði í því var "klukkan átta fer ég á fætur og lem konuna því veðrið var ekki nógu gott...eftir kvöldmat elur Áslaug vinnukona barn mitt sem ég ber út... ", átti að vera geggjað fyndið með Bjössa bollu í aðalhlutverki.
Á að taka höfunda skaupsins fyrir núna öllum þessum árum seinna og áminna þá í starfi?
Magnús Sigurðsson, 2.3.2011 kl. 13:41
Hér er einföld spurning:
Þætti þér fyndið að sjá að það hefði einhver bloggað um það einhverstaðar eða skrifaði um það á Facebook að það væri fyndið ef einhver tæki sig til og nauðgaði konunni þinni rækilega, svona til að koma fyrir hana vitinu? Kallaði hana niðrandi nöfnum, kellingu eða eitthvað í þeim dúr? Og bætti svo við að henni myndi ábyggilega bara finnast það gott?
Hvað ef það bloggaði einhver þannig um dóttur þína?
Prófaðu að setja þig spor annarra í þessu: Myndir þú sjá ástæðu til að hlæja með? Það er krafan sem þú setur fram í þessari bloggfærslu, að fólk láti af húmorsleysi og sjái spaugsemina í því að Baldur grínist með að nafngreindum konum sé nauðgað eða þær beittar kynferðislegu ofbeldi.
Ég hvet þig líka til að spyrja konuna þína, sjá hvað henni finnst. Sæi hún ástæðu til að hlæja að því að einhver karl úti í bæ væri að skrifa um að það ætti að nauðga henni eða beita hana kynferðislegu ofbeldi?
Ofbeldis og nauðgunartal Baldurs átti sér stað á opinberum vettvangi og var beint að nafngreindum konum, konum sem eiga fjölskyldur, börn og eiginmenn. Hugmyndir Baldurs um hvað sé ásættanlegt orðfæri eða framkoma við samborgarana og skrif hans í netheimum samræmast einfaldlega ekki lágmarksviðmiðum okkar um framkomu ábyrgs og fullorðins fólks. Það sem hér hefur gerst er að aðstandendur og vinir þeirra kvenna sem Baldur hefur beint ofbeldis og nauðgunartali sínu til hafa vakið athygli samfélagsins á því hvernig Baldur hefur hegðað sér, og samfélagið, þmt. yfirmenn hans, hafa brugðist við með þeim hætti sem búast hefði mátt við. Fólk er sjokkerað og Baldur fær áminningu. Ég vona að hann taki þá áminningu alvarlega og læri að hegða sér eins og siðaður maður.
Magnús Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 15:35
Nafni ef þú hefur lesið það út úr þessari bloggfærslu að mér þykji málið fyndið þá er það ekki svo, að öðru leiti lýsir þessi fyrirlestur þinn einungis þínum hugarheimi en hefur lítið að gera með meiningu færslunnar. Hún er um það að DV veltir sér upp úr ársgömlum ummælum sem þeir fundu á facebook og komu þannig í opinbera umræðu. Það finnst mér ekki heldur fyndið vegna þeirra sem hlut eiga að máli.
Ef það er meiningin að láta svona orðræðu bitna á fólki í starfi, án þess að nokkur sem ummælin eru höfð um hafi farið fram á afsökunarbeiðni, þá erum við komin nálægt ríki fasismans.
Magnús Sigurðsson, 3.3.2011 kl. 18:15
Þú segir:
"Það þarf einbeittan vilja til að skilja ekki húmorinn hans Baldurs. Hvernig verður komið fyrir málfrelsi og hressilegri umræðu ef vinnustaðir eins og Flensborg fara almennt að veita starfsfólki áminningu vegna ummæla á óskyldum vettvangi s.s. bloggsíðum og facebook?"
Það er ekki með neinu móti hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að þú lítir svo á að það sem Baldur sagði, um að nafngreindar konur vilji láta nauðga sér eða að það eigi að beita þær kynferðislegu ofbeldi, sé fyndið: Að það þurfi "einbeittan vilja til að skilja ekki húmorinn", það sé eðlilegur hluti "hressilegrar umræðu" að viðhafa þessháttar tal.
Það lýsir því ekki hugarheimi mínum að spyrja þig um hvort þér fyndist svona grín fyndið ef það væri haft um þína nánustu fjölskyldu, heldur er það eðlileg spurning sem hlýtur að vakna eftir lestur færslu þinnar.
Og nei, það er ekki "fasismi" að krefjast þess að menn sýni lágmarks kurteisi.
Magnús Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 19:18
Nafni, ég held þú ættir að að skoða bloggsíðuna hans Baldurs áður en þú ætlar öðrum að lifa samkvæmt skilgreiningum þíns hugarheims. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir eftir þá skoðun að um húmor er að ræða, eða í það minnst tilraun til fyndni, þá er illa fyrir þér komið.
Það leynist fáum að Baldur hefur glannalegan stíl í bloggi, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, ekki dettur mér hug að ætla öllum að skilja hann sem stílista, hvað þá allir hafi húmor fyrir stílnum. Hann er yfirlýsinga glaður og hefur m.a. lýst yfir að hann trúi álfa. Þú gætir því sem næst klínt hverju sem er á þannig mann með því að taka það úr samhengi.
Ég hef ekki aðgang að facebook síðunni hans Geira í Goldfinger og mér finnst annarlegar hvatir liggja að baki hjá DV sem fjölmiðli að vera tíunda samhengislaus ársgömul ummæli af síðunni hans Geira í dag og endurtek að það getur ekki síður snert þá illa sem ummælin eru höfð um.
Í minni bernsku var mikið notuð vísa sem var eitthvað á þessa leið:
Klögusmetta, rægirófa,
ríkur út um alla móa,
með hlandkoppinn á hausnum,
mannaskítinn á tánum
og nálarbrot í rassgatinu.
Því miður verð ég að segja að þetta á við umfjöllun DV í þessu máli.
Magnús Sigurðsson, 3.3.2011 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.