4.3.2011 | 22:36
Evran er gjaldeyrishöft.
Velkist menn í vafa um hverskonar gjaldeyrishöft fylgja evrunni þá ættu þeir að kynna sér ástandið í Suður Evrópu löndunum sem treysta á ferðaþjónustu. Á Spáni er atvinnuleysið yfir 20% í Grikklandi ríkir upplausnarástand. Þessar þjóðir tóku upp evru í staðinn fyrir peseta og drökmur og eru nú múlbundnar í höftum evrunnar.
Segir krónuna kalla á gjaldeyrishöft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja segðu og þetta vill hann okkur...
Svei og skömm bara...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.3.2011 kl. 23:42
er ekki malid ad setja althjodlegt fretta bann a svona fugla eins og Arna
Magnús Ágústsson, 5.3.2011 kl. 01:00
Ótrúlegt hvernig okkar eigin ráðherrar fara í erlenda fjölmiðla og tala gegn krónunni, í von um að þeir nái að þrýsta á okkur til að samþykkja ESB. Manni verður hreinlega óglatt.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 04:45
Tek undir með þér Magnús og fleirum sem lagt hafa til málanna.
Það er skelfilegt að hafa svona uppskafning hann Árna Pál Árnason sem ráðherra í ríkisstjórn landsins.
Tala niður sinn eigin gjaldmiðil og rövla um að það verði að taka upp evru. Er þetta svona í stjórnarsáttmálanum eða hvað ?
Að einn af ráðherrum þjóðarinnar skuli voga sér að tala svona óvarlega og gegn sínum eigin gjaldmiðli getur hreinlega bakað landinu efnahagslegt tjón.
Ég tek líka undir með þér að margar þjóðir ESB sem eru með Evru eru handjárnaðar á höndum og fótum og emjandi í bullandi gjaldeyrishöftum og vesöld.
Sjálfur bý ég á Spáni og hér var atvinnuleysið enn að ná nýjum hæðum. Í síðasta mánuði bættust 150.000 nýjir atvinnuleysingjar á listann og hann hefur aldrei verið lengri. Atvinnuleysi er nú nálægt 21,3% og er búið að vera viðvarandi í kringum 20% s.l. 2 ár.
Atvinnuleysi ungs fólks er hræðilegt því að það er yfir 40% hjá fólki á aldrinum 20 til 32ja ára. Ömurlegt ástand það. Það væri eflaust allt orðið vitlaust á Íslandi ef ástandið væri svona hryllilegt.
Evran er fótakefli í efnahagsmálum Spánar og hér er talað í fullri alvöru um að taka aftur upp gamla pesetann sem lögeyri til að losna úr spennitreyju Evrunnar.
Hér er búið að lækka laun og allar bætur ítrekað en allt kemur fyrir ekki.
Hér er efnahags- og atvinnulíf í heljarhrömmum evrunnar og svo er líka í mðrgum öðrum löndum ESB s.s. Írlandi, Grikklandi, Portúgal og Ítalíu.
Skoðið skuldatryggingarálag þessara ríkja og berið það saman við skuldatryggingaárlag Íslands. Það er í öllum tilvikum margfælt hærra í þessum ESB/Evru ríkjum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 10:04
Tek undir með ykkur að Árni Páll er uppskafningur sem talar gegn krónunni, ekki með velferð sinna landa að leiðarljósi heldur vegna landráðahugmynda helferðastjórnarinnar við að koma Íslandi inn í ESB.
Það er fínt að fá það staðfest hjá þér Gunnlaugur, búandi á Spáni, hverskonar gjaldeyrishöft fylgja evrunni. Stjórnmálamenn hafa nær alltaf komist upp með að snúa staðreyndum við og það að tala um að krónan kalli á gjaldeyrishöft eru hrein öfugmæli.
Hverskonar gjaldeyrishöft felast í evrunni hafa Spánverjar, Grikkir, Írar og margar fleiri þjóðir fengið að reyna á eigin skinni með afleiðingum sem mun leiða til enn meiri hörmunga yfir þessar þjóðir en þegar er orðið.
Magnús Sigurðsson, 5.3.2011 kl. 13:10
Þá er ekki úr vegi að óska þjóðinni til hamingju með að héðan í frá verður Össur hf ekki á Íslenskum hlutabréfamarkaði. Og ef fram heldur sem horfir munu Össur, Marel, Eve Online og fleiri hátækni framleiðslufyrirtæki, ekki vera með nema lágmarks starfssemi, ef einhverja, á Íslandi innan fárra ára. Borga sína skatta og gera upp sitt bókhald á Evrusvæðinu. Mörg eru nú þegar búin að flytja starfsemi úr landi eða opna starfsstöðvar erlendis sem annars hefðu verið opnaðar hér.
Við verðum víst að sætta okkur við það að vera áfram láglauna hráefnisframleiðsluland með mikið atvinnuleysi og landflótta meðan við búum við gjaldeyrishöftin og krónuna. Við tölum okkur ekkert út úr þeirri staðreynd með ódýrum frösum, lýðskrumi, útlendingahræðslu og einhverri elsku krónan rómantík. Okkar er valið.
sigkja (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 13:57
Þjóðin hvorki stendur né fellur með Össuri, Marel, Actavise eða Eve Online. Þessi fyrirtæki fluttu stóran hluta starfsemi sinnar úr landi ásamt íslensku fjármagni á góðæristímanum, þetta var kallað útrás.
Sumir eru svo einfaldir að halda að erlend fjárfesting komi með upptöku evru og afnámi krónunnar. Erlend fjárfesting í skjóli evru er sala á auðlyndum og það tryggir aðeins að Ísland verði áfram láglaunasvæði. Svona málflutningur er klassískt dæmið um það hvernig stjórnmálamönnum sem hefur verið mútað tekst að snúa hugtökum á hvolf.
Magnús Sigurðsson, 5.3.2011 kl. 14:45
Ég er alveg fyllilega sammála. Þjóðin hvorki stendur né fellur með Össuri, Marel, Actavis eða Eve Online. Draumurinn um að allir Íslendingar mjólki beljur, vinni í álveri eða flaki fisk á fyllilega rétt á sér. Og ekki vill ég koma í veg fyrir að þú og börnin þín fái að lifa drauminn. Við hin förum bara með hálaunafyrirtækjunum svo við séum ekki fyrir ykkur.
sigkja (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 15:07
Þrjár hænur, kartöflugarður og veiðistöng er það sem koma skal í hinu eilífa sumarfríi í draumalandinu.
Sigkja, hefðirðu ekki farið í útrásinni um árið hefðirðu átt kost á því?
Það er ekki víst að það sé svo mikil eftirspurn eftir hámenntaðri auðlegð Íslands í öðrum löndum eins og staðan er, en þeir sem tilbúnir eru til að þjónusta náungann eiga framtíð fyrir sér í öllum löndum á öllum tímum?
Magnús Sigurðsson, 5.3.2011 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.