Icesave, nei eða já.

Þegar hugurinn er gerður upp til icesave samningsins í þjóðaratkvæði kemur ýmislegt til álita en þegar hjartað er spurt um hvort rétt sé að borga skuldir gjaldþrota einkabanka er svarið hjá flestum á einn veg, NEI.

Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið.  Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.

Þjóðinni hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við þetta velmenntaða fólk þegar þeim er sagt að samkvæmt ísköldu hagsmunamati sé rétt að samþykkja icesave3.  Sérfræðingarnir með exel þekkinguna hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyranna til að verja kerfið,  þeir hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, þeir treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Þeir trúa því að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og með því haldi þeir stöðum sínum hjá kerfinu.

Staðreyndin er að stjórnmálamenn og ráðgjafar þeirra búa til fleiri vandamál en þeir leysa, því að þeir í besta falli einblína á afleiðingar mistaka sinna en ekki orsakir.  Staðan eftir u.þ.b. þriggja ára björgunaraðgerðir stjórnvalda er orðin þannig að hinum almenni borgara er í reynd gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta. Þetta er gert í gegnum ríkissjóð og nú á að leysa milliríkjadeilu um skuldavanda sem stjórnmálamenn og sérfræðingar þeirra hafa stofnað til í öðrum löndum með því að bæta icesave skuldbindingunni á íslenska skattgreiðendur. 

Síaukin skuldaánauð hefur leitt til nútíma þrælahalds á Íslandi.  Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.

En hvað er þá rétt að kjósa?  Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, það þarf ekki lögfræðing til að skíra út málið, hvað þá stjórnmálamann.  Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt.  Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera".  Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.

Icesave hverfur ekki með því að hafna því segja spunameistararnir.  Það verður samt sem áður aldrei hægt að leysa vandamál með sömu samvisku og orsakaði það.  Vandamál sem við fáum ekki leyst ættum við að líta fram hjá og halda áfram með líf okkar, því hjartað veit en hugurinn glepur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Vissulega má láta hjartað ráða för, en hér er tilkomið samansafn af rökum gegn Icesave - bæði frá sérfræðingum og leikmönnum:

www.kjosum.is

www.advice.is

Bestu kv

HH

hh (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 14:15

2 identicon

svarid er einfalt nei og aftut nei .kver er tessi HH eins og kakkalaki sem skridur i skumaskotum tad er alveg lamark ad tu komir fram undir eygin nafni .

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband