Það verður 80% nei við icesave.

Það kæmi verulega á óvart ef niðurstaðan úr icesave kosningunum verður ekki 80% NEI.  Það þarf ótrúlegan hugsunarhátt til að segja JÁ.  Þegar hugurinn er gerður upp geta ýmsar ranghugmyndir komið til álita, en þegar hjartað er spurt um hvort rétt sé að borga skuldir gjaldþrota einkabanka er svarið hjá flestum á einn veg, NEI.

Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið.  Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.

Þjóðinni hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við þetta velmenntaða fólk þegar þeim er sagt að samkvæmt ísköldu hagsmunamati sé rétt að samþykkja icesave3.  Sérfræðingarnir með exel þekkinguna hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyranna til að verja kerfið,  þeir hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, þeir treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Þeir trúa því að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og með því haldi þeir stöðum sínum hjá kerfinu.

Staðreyndin er að stjórnmálamenn og ráðgjafar þeirra búa til fleiri vandamál en þeir leysa, því að þeir í besta falli einblína á afleiðingar mistaka sinna en ekki orsakir.  Staðan eftir u.þ.b. þriggja ára björgunaraðgerðir stjórnvalda er orðin þannig að hinum almenni borgara er í reynd gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta. Þetta er gert í gegnum ríkissjóð og nú á að leysa milliríkjadeilu um skuldavanda sem stjórnmálamenn og sérfræðingar þeirra hafa stofnað til í öðrum löndum með því að bæta icesave skuldbindingunni á íslenska skattgreiðendur. 

Síaukin skuldaánauð hefur leitt til nútíma þrælahalds á Íslandi.  Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.

En hvað er þá rétt að kjósa?  Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, það þarf ekki lögfræðing til að skíra út málið, hvað þá stjórnmálamann.  Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt.  Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera".  Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.

Icesave hverfur ekki með því að hafna því segja spunameistararnir.  Það verður samt sem áður aldrei hægt að leysa vandamál með sömu samvisku og orsakaði það.  Vandamál sem við fáum ekki leyst ættum við að líta fram hjá og halda áfram með líf okkar, því hjartað veit en hugurinn glepur.

 

 


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Ég hef trú á því að - NEI - verði ekki undir 80% - En við verðum að berjast - þessar kosningar eru upp á líf eða hörmungar fyrir íslensku þjóðina!

Sameinuð stöndum vér !

Íslandi allt !

Benedikta E, 16.3.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús, frábær pistill hjá þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 23:07

3 identicon

saell Magnus tad er nu ekki gedslegt ad hugsa til tes ad 20% tjodarinnar sjeu hugsanlega aumingjar og fifl tad er alt of ha tala

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 23:10

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er vonandi að já fólkið sé að sjá að sér í þessu og gera sér grein fyrir því hvað já þýðir mikla óvissu og óréttlæti...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.3.2011 kl. 23:19

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir gott blogg, nú líður mér betur fyrir hönd barnanna og þeirra sem hafa ákveðið að kjósa ekki með IcesaveIII því að það er fólk sem þykir annt um land sitt og þjóð en ekki flokk sinn og útrásarþjófa!

Sigurður Haraldsson, 16.3.2011 kl. 23:36

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þakka þér góðan pistil, Magnús. Ég gleðst einkum fyrir hönd barna og barnabarna aldraðra Íslendinga. Ég tek undir með Helga Ármannssyni, að það er snautlegt til þess að vita, að svo stór hluti (20%) þessarar gáfuðu þjóðar hafi annað hvort þræls lund eða þræls hjarta ?

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.3.2011 kl. 07:09

7 identicon

Já, þetta eru gleðifréttir að þeim sé að fjölga sem ætla að segja NEI við Icesave og JÁ við RÉTTLÆTIÐ, þeim sem ætla þar með að sýna manndóm og mennsku frekar en skjálfa sem hræddar mýs fyrir óréttlæti glæpamanna. Enn er von í heiminum. Einn helsti frömuður lýðræðisins fyrr og síðar sagði "Þeir sem eru tilbúnir að borga fyrir öryggi með frelsi sínu, eiga hvorugt skilið, og munu missa bæði... Siðan hafa þessi fleygu orð oft verið notuð yfir stuðningsmenn nazistanna, Þjóðverjar völdu á sínum tíma Hitler afþví hann höfðaði til þarfar þeirra fyrir meint "öryggi", og það er eins með þá sem setja já við Icesave. Það er nokkurs konar nazismi að segja já við Icesave. Ekki bara ertu með því að styðja óréttlæti til að reyna að tryggja falskt öryggi, eins og kjósendur Hitlers eða þeir sem borga mafíunni "verndartolla" frekar en berjast gegn henni...og þá grasserar hún bara og verður áhrifameiri og áhrifameiri, heldur erum við með þessu að hjálpa málstað nazismans með að traðka á litaða manninum. Þjóðarskuldir hafa drepið fleiri í heiminum en styrjaldir, sjúkdómar og matarskortur samanlagt síðast liðin ár, afþví þær eru algengasta ástæða þessa þrenns. Haíti er gott dæmi. Þar var nánast jafn ömurlegt um að litast fyrir og eftir náttúruhamfarirnar í þessu áður blómlega landi, afþví nær allar tekjur landins fara í að borga Frökkum gamlar skuldir sem þeir vilja meina þeir eigi, þessir fyrrum kúgarar Haitímanna. Margar aðrar gamlar nýlendur halda fátækustu þjóðum heims í samskonar skuldaánauð og nú herja tvær þeirra á okkur. Ef við gefum undan, þá þýðir það að fleiri börn í Afríku halda áfram að deyja og átakið Make Poverty History sem Bono í U2 stírir (makepoverthistory.org) mun mistakast. Þá skulum við aldrei vera hræsnarar meir. Hver sá sem borgar hjálparstofnun kirkjunnar pening fyrir jól, eða þykist ætla að styrkja eitthvað barnaþorp út í heimi, en x-ar já við Icesaver, er hræsnari og nazisti, því afleiðingar gjörða hans eru skelfilegar fyrir þetta fólk og heildarmyndina hér í heiminum. Þetta skilja allir vitibornir og vellesnir menn, en til er gáfað fólk sem engu að síður getur blekkt sjálft sig og fegrað ástæður sínar, og þorir ekki að horfast í augu við eigin heigulshátt, hræsni og siðleysi. Það er sorglegt. Þú gerir mannkyninu, heiminum og þínum minnstu bræðrum meira gagn með að x-a NEI við Icesave heldur en með að gefa milljónir í hjálparstarf, og milljónir gætu aldrei bætt þann skaða sem þú gerir verr settum börnum en þínum eigin, sem þó munu líka bera byrgði synda þinna og borga fyrir þær, ef þú x-ar já...Horfstu í augu við þetta og taktu svo ákvörðun, góða eða vonda, sem ábyrg manneskja, en ekki sem barnalegur maður á flótta undan eigin ábyrgð, vitandi hversu alvarleg ákvörðun þetta er. "Ég er komin með leið á þessu máli" er ekki gild ástæða. Eigum við þá ekki bara að hætta að flytja fréttir af hörmungunum í Japan og fara bara að horfa á Friends. Til er "leti" sem er bara siðleysi, ómennska og viðbjóður í dulargerfi. Ekki gerast sekur um slíka synd í gerfi leti. Sýndu smá vitrænan og mannlegan metnað og vertu almennileg manneskja!

megi réttlætið sigra! (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband